01 nóv Sveinn Dúa Hjörleifsson með næsta masterklass 10. nóvember
Það er skammt stórhögga á milli hjá okkur þessa dagana en eftir vel heppnaðan masterklass Robertu Cunningham er aðeins rúm vika í næstu heimsókn þegar Sveinn Dúa Hörleifsson kemur til okkar. Masterklass Sveins verður fimmtudaginn 10. nóvember kl. 19 í sal skólans.
Sveinn er okkur vel kunnur enda var hann nemandi í skólanum. Eftir framhaldsstigspróf frá Söngskóla Sigurðar Demetz vorið 2008 hélt hann til náms í Vín þar sem stundaði nám við óperudeild tónlistarháskóla borgarinnar. Eftir nám réðst hann til starfa við óperuhúsið í Linz og hefur nú verið fastráðinn lýriskur tenór síðan haustið 2012.
Sveinn er kominn til Íslands til að halda tónleika hjá Íslensku óperunni í Hörpu 15. nóvember en framundan hjá honum í Austurríki er m.a. verkefni hjá Wiener Festwochen og áframhaldandi störf við óperuna í Linz.
No Comments