Söngskóli Sigurðar Demetz | Áhugamannadeild
17096
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-17096,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-9.1.3,wpb-js-composer js-comp-ver-4.11.1,vc_responsive
 

Áhugamannadeild

Kórsöngur – Áhugafólk

Söngskóli Sigurðar Demetz býður í haust upp á kór- og áhugasöngvaradeild skólans, Sturtuna.

Deildin mun starfa í formi námskeiða og hefst það 8. október 2018. Leiðbeinendur verða Hildigunnar Einarsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir.

Námskeiðið er hentugt fyrir þá sem vilja bæta sig í söng, hvort heldur einsöng eða þátttöku í kórsöng. Veittir verða einkatímar, snert verður á grunnatriðum tónfræði og tveir samsöngstímar með píanóleikara.

Námskeiðið samanstendur af eftirfarandi tímum:

5 einkatímar, 30 mín á viku

2 hóptímar í tónfræði 60 mínútur

2 samsöngstímar 90 mínútur 

Verð námskeiðs er 45.000

Skráningar fara fram með því að senda post á songskoli@songskoli.is eða á síðu skólans undir: http://songskoli.is/umsokn/

Lilja Guðmundsdóttir ólst upp á Kópaskeri og stundaði söngnám í Tónlistarskólanum á Akureyri, við Söngskóla Sigurðar Demetz og í Konservatorium Wien í Vínarborg. Þaðan lauk hún Mastersprófi haustið 2015 með fyrstu einkunn. Hennar helstu kennarar voru Sigríður Aðalsteinsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Uta Schwabe. Meðal hlutverka hennar í skólanum í Vínarborg voru Fiordiligi í Cosi fan tutte, Lauretta í Gianni Schicchi, Corinna í Il Viaggio a Reims og Anne Trulove í The Rake’s Progress. Önnur hlutverk í Vínarborg eru Suor Osmina og Una Novizia í uppsetningu Theater an der Wien 2012 á Suor Angelica og Næturdrottningin í uppfærslu Oh!pera á Töfraflautunni sumarið 2014. Hér heima hefur Lilja sungið hlutverk Donnu Elviru úr Don Giovanni með Sinfoníuhljómsveit unga fólksins, Frasquitu í Carmen hjá Íslensku óperunni, 2. Niece í Peter Grimes á Listahátíð vorið 2015 og Madame Herz í Viðburðarstjóranum í Iðnó 2017. Þá hefur Lilja komið fram sem sólóisti með The Festival Orchestra Wien í 9 borgum í Finnlandi og í Búlgaríu árið 2016. Í september 2016 kom hún fram á óperugala tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og árið 2017 var hún einsöngvari á tónleikum Salon Islandus.

Hildigunnur Einarsdóttir lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 2010 undir handleiðslu Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Signýjar Sæmundsdóttur. Síðar stundaði hún framhaldsnám í Þýskalandi og Hollandi hjá Janet Williams og Jóni Þorsteinssyni. Hildigunnur lauk nýverið B.A. prófi í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands. Hildigunnur stjórnar kórum og leiðir tónlistarsmiðjur um allt land og syngur m.a. með Schola cantorum og Kór Íslensku óperunnar.

Hildigunnur kemur reglulega fram sem einsöngvari hérlendis sem erlendis og af nýlegum verkefnum má nefna Klassíkin okkar, opnunartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Messías og Judas Maccabeus eftir Händel, Mattheusarpassíuna, Jóhannesarpassíuna og Jólaóratoríuna eftir Bach, Guðbrandsmessu eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Hún mun syngja hlutverk móðurinnar í Hans og Grétu eftir Humperdinck hjá íslensku Óperunni í nóvember nk. Hildigunnur var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2014 fyrir túlkun sína á sönglögum Karls O. Runólfssonar með kammerhópnum Kúbus.