Samstarf við Menntaskólann við Sund
17083
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-17083,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.7.2,vc_responsive
 

Samstarf við Menntaskólann við Sund

Samstarf við Menntaskólann við Sund

Söngskóli Sigurðar Demetz og Menntaskólinn við Sund hefja samstarf í haust um stúdentsbrautir í söng og leiklist undir Listnámsbraut.

Kjarnafög verða kennd í MS og mun nemendum einnig gefast kostur á að velja sér tungumál sem falla vel að söngnáminu þar sem það á við. Grunnnám í söng mun nýtast til eininga og getur nemendi hafið nám nú í haust þótt enn eigi eftir að fá tilskilin leyfi fyrir brautunum. Námið er mögulegt bæði í klassískum söng og gegnum söngleikjadeild og getur söngnámið með leiklistaráherslunni dugað til allt að 100 eininga á þremur námsárum í þessum tveimur skólum.

Nemendur sem hafa áhuga geta strax leitað sér upplýsinga og mun þeim gefast kostur á að leita sér námsráðgjafar hjá MS, sem mun svo útskrifa nemendurna með stúdentspróf.

Nánari upplýsingar um námsleiðina veitir Gunnar Guðbjörnsson, skólastjóri SSD en til að gera hana viðráðanlegri fyrir unga nemendur á menntaskólaaldri munu verða boðin viðráðanlegri skólagjöld. Hægt er að ná sambandi við skólastjóra í síma 6634239 eða með því að senda honum póst á gunnar@songskoli.is