Samstarf við FÁ
17083
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-17083,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive
 

Samstarf við FÁ

Samstarf við Fjölbrautaskólann við Ármúla

Söngskóli Sigurðar Demetz og Fjölbrautaskólinn við Ármúla bjóða í samstarfi upp á möguleika á sérhæfðu námi í tónlistarleikhúsi. Stundi nemandi nám í báðum skólum getur hann nýtt sér söngnámið til allt að fjórðungi eininga til stjúdentsprófs í FÁ.

Fjölbrautaskólinn við Ármúla býður upp á nám til stúdentsprófs, starfsnám í heilbrigðisgreinum og nýsköpunar- og listnám auk sérnámsbrautar. Lögð er sérstök áhersla á hvetjandi námsumhverfi auk fjölbreytni í námi, námsmati og kennsluháttum. Við skólann stunda tæplega 900 nemendur nám í dagskóla og um 1200 nemendur í fjarnámi. Fjölbreytileikinn er ráðandi í skólastarfinu en nemendur eru frá tæplega 30 löndum. Listnám hefur fengið mikið rými í skólastarfinu en nemendur hafa val um fjölbreytta flóru áfanga á því sviði auk þess sem árlega er settur upp söngleikur og er stefnt að sameiginilegri sýningu skólanna tveggja vorið 2018.

Með samstarfi Fjölbrautarskólans við Ármúla og Söngskóla Sigurðar Demetz er stefnt að því að auka val nemenda og að nemendur geti stundað nám í skólunum tveimur samtímis. Það nám sem í boði er í Söngskóla Sigurðar Demetz verður metið inn á stúdentsbrautir FÁ.