Áætlun óperudeildar
16159
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-16159,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive
 

Áætlun óperudeildar

Sýningar óperudeilda 1 og 2 eru í apríl 2023

Óperudeildin skiptist í 1 og 2 í ár og er óperudeild 1 ætluð grunn- og miðstigsnemendum en óperudeild 2 miðstigsnemendum, framhalds- og háskólastigsnemum.

ÓPERUDEILD I

Aðalleiðbeinandi er Bryndís Guðjónsdóttir.

Ætlunin er að vinna með nemendum að sýningu þar sem verkefnin verða valin í góðu samráði við nemendur og í samræmi við þann stað sem þeir eru á í námi sínu. Senurnar tengja nemendur með sönglesköflum (recitative) sem hópurinn vinnur saman að því að skapa.

Kennsla fer fram á föstudögum kl. 16-17.30 og er 29.900kr. gjald fyrir þátttökuna.

ÓPERUDEILD II

Aðalleiðbeinendur verða Bjarni Thor Kristinsson og Gunnar Guðbjörnsson en fleiri kennarar munu taka þátt í námskeiðinu. Orri Huginn  mun halda fimm vikna leiklistarnámskeið í október og að því loknu hefst tónlistarvinna þess verkefnis sem sett verður á svið. Kristinn mun leikstýra verkinu frá miðjum febrúar og er stefnt að frumsýningu í lok mars.

Kennslan fer að mestu fram miðvikudaga kl. 17-20 og er gjald fyrir óperudeild II er 56.900 (miðstigsnemendur), 42.900 (framhaldsstigsnemendur) og án gjalds fyrir nemendur á fjórða þrepi.