Barnadeild (9-12 ára) – Unglingadeild (13-16 ára)
15799
page-template,page-template-full_width,page-template-full_width-php,page,page-id-15799,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive
 

Barnadeild (9-12 ára) – Unglingadeild (13-16 ára)

Barnadeild (9-12 ára) – Unglingadeild (13-16 ára)

Söngur/leiklist 9-12 ára

Barnadeild Söngskóla Sigurðar Demetz er ætluð söngelskum krökkum á áldrinum 9 til 12 ára. Námskeiðið hefst strax í september og felur í sér söngtíma í hverri viku auk hóptíma.

Margrét Hrafnsdóttir er stjórndi barnadeildar.

Áherslan í náminu er  flétta söng- og  leiklistarnáms með skemmtilegum æfingum og verkefnum sem dýpka tjáningu og félagshæfni nemendanna.

Gert er ráð fyrir um 45 mínútum í söngtíma sem deilt er með þremur nemendum og verður tími kennslunnar ákveðinn í samráði við nemendur og kennara. Þá mun verða hóptími sem varir í klukkustund og er gert ráð fyrir honum kl. 16.00 á þriðjudögum.

Söngur/leiklist 13 – 16 ára

Er ætluð nemendum á aldrinum 12 – 16 ára. Um er að ræða hálft grunnnám sem er ½ klukkustund í einkatíma á viku auk samsöngstíma með píanóleikara. Tónfræði eru 2 klukkustundir í viku hverri en auk þess koma nemendur fram á tónleikum um jól og á vortónleikum.

Áherslan í náminu er á söngnámið en inn í kennsluna verður fléttað leiklistarkennslu til að dýpka tjáningu og félagshæfni nemendanna.

Markmið námsins er áreynslulaus og óþvinguð raddbeiting, tjáning og góð líkamsbeiting en Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir kennir.