Söngleikurinn Heathers – Stærsta verkefni söngleikjadeildar til þessa
17366
post-template-default,single,single-post,postid-17366,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Söngleikurinn Heathers – Stærsta verkefni söngleikjadeildar til þessa

Söngleikurinn Heathers – Stærsta verkefni söngleikjadeildar til þessa

Söngleikjadeild Söngskóla Sigurðar Demetz ræðst í sitt stærsta verkefni til þessa og flytur rokksöngleikinn Heaters í næstu viku en fyrstu sýningar á honum verða dagana 14. og 15. mars. Tónlist og handrit verksins eru eftir Laurence O’Keefe og Kevin Murphy. Söngleikurinn er byggður á ,,cult“ kvikmyndinni Heathers frá árinu 1989.

Miðasalan fer fram á Tix.is

Þrjár stúlkur sem allar heita Heiður stjórna með harðri hendi hver er vinsæll og hver ekki í framhaldsskóla í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Verónika er stúlka á lokaári sem er sviplega innlimuð í gengi Heiðanna og kynnist því allt í einu hvernig það er að vera vinsældamegin í lífinu. Myrku hliðar unglingsáranna eru til umfjöllunar og leikurinn æsist þegar Verónika kynnist leyndardómsfullum og aðlaðandi pilti, sem býður öllum í skólanum birginn og henni ást sína … með stórhættulegum afleiðingum!

 

Nánari upplýsingar um aðalhlutverk og listræna stjórnendur og fleira:

Söngleikjadeildin er á sínum fimmta starfsvetri og verður sýningin lokaverkefni nemenda.

Við bjóðum framhaldsskólanemum sérstakt nemendaverð og veitum afslátt fyrir hópa. Hafið samband við thor@songskoli.is og fáið nánari upplýsingar eða spyrjið nemendafélagið ykkar.

Þetta er metnaðarfyllsta verk söngleikjadeildarinnar til þessa og lofar frábærri skemmtun!

ATHUGIÐ: Vegna orðbragðs er söngleikurinn ráðlagður fyrir 13 ára og eldri.

Íslensk þýðing: Orri Huginn Ágústsson, Karl Pálsson, Þór Breiðfjörð Byggt á þýðingu Önnu Írisar Pétursdóttur og Bryndísar Bjarkar Kristmundsdóttur.

Leikstjórn og sviðshreyfingar: Orri Huginn Ágústsson

 

Tónlistarstjórn: Ingvar Alfreðsson

 

Danshöfundur: Auður Bergdís Snorradóttir

 

Ljós: Jóhann Bjarni Pálmason

 

Hljóð: Kristinn Gauti Einarsson

 

UPPLÝSINGAR UM HLUTVERK Á HVERRI SÝNINGU:

  1. MARS

VERÓNIKA – GYÐA MARGRÉT

J.D. – KRISTINN BREIÐFJÖRÐ

HEIÐUR CHANDLER- SARA LÍF MAGNÚSDÓTTIR

 

  1. MARS

VERÓNIKA – MAGÐALENA SIF LÝÐSDÓTTIR

J.D. – VALUR STEINDÓRSSON

HEIÐUR CHANDLER – FANNÝ LÍSA HEVESI

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.