Sérstakir nemendatónleikar í Hannesarholti
17066
post-template-default,single,single-post,postid-17066,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Sérstakir nemendatónleikar í Hannesarholti

Sérstakir nemendatónleikar í Hannesarholti

Mánudagskvöldið 22. maí heldur Söngskóli Sigurðar Demetz tvenna nemendatónleika í Hannesarholti, kl. 18 og 20.

Á tónleikunum syngja nemendur á öllum stigum kennslunnar,  sem hafa sýnt sérlega góðan árangur í vetur. Dagskráin verður því fjölbreytt en á fyrri tónleikunum, kl.18 koma fram nemendur úr unglingadeild, söngleikjadeild og af grunn- og miðstigi. Á tónleikunum kl. 20 koma svo lengra komnir nemendur fram, framhaldsstigsnemendur og þeir sem stunda nám á fjórða þrepi í skólanum.

Þetta hefur verið virðburðaríkur vetur og mikill fjöldi nemenda hefur sýnt miklar framfarir. Ekki er hægt að koma þeim öllum fyrir en við vonum að tónleikarnir séu góður þverskurður af starfi skólans á skólaárinu sem er að líða.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.