Senur úr Matrimonio Segreto eftir Cimarosa í Söngskóla Sigurðar Demetz
17382
post-template-default,single,single-post,postid-17382,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Senur úr Matrimonio Segreto eftir Cimarosa í Söngskóla Sigurðar Demetz

Senur úr Matrimonio Segreto eftir Cimarosa í Söngskóla Sigurðar Demetz

Nemendur óperudeildar Söngskóla Sigurðar Demetz flytja nokkrar valdar senur úr óperunni Il Matrimonio Segreto eftir Cimarosa í sal skólans, Ármúla 44, 3. hæð, miðvikudagskvöldið 25. apríl kl. 20.

Óperan fjallar um ástir og örlög auðugrar fjölskyldu á Ítalíu. Inn í  atburðarásina  fléttast daglegt líf óperudeildarnemenda og drama þeirra.
Óperan er sett upp með óvenjulegum hætti af Bjarna Thor Kristinssyni sem leikstýrir. Um tónlistina sér Antonia Hevesi.

Þetta er þriðja sýning skólans í vetur en þegar hafa verið sýningarnar Hrunadansinn í 3/4 og sýning söngleikjadeildar á Heaters. Nemendur úr báðum deildum tóku þátt í sýningu TMB viðburða á Phantom of the Opera í Eldborg í Hörpu í febrúar en auk þess tóku nokkur nemenda óperudeildar þátt í námskeiðinu Óperusöngvarinn 1 og Óperusöngvarinn 2 sem var haldið í samstarfi við tónlistardeild Listaháskóla Íslands. Það hefur því verið í nógu að snúast hjá nemendum beggja deilda í vetur.

Allir eru velkomnir á þessa skemmtilegu sýningu nemenda óperudeildar og er aðgangur ókeypis. Síðari sýningar verða auglýstar síðar.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.