
29 apr Rita sýnd á Sólheimum í Grímsnesi á morgun
Það er mikið um dýrðir hjá óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz þessa vordaga en á morgun, laugardaginn 30. Apríl verður Rita eftir Donizetti sýnd á Sólheimum í Grímsnesi.
Sýningin sem frumsýnd var í Iðnó í febrúar hefur gert það víðreist á árinu en hún hefur einnig ferðast til Akraness, Reykjanesbæjar, Húsavíkur og Akureyris.
Sýningin á morgun verður í kirkjunni á Sólheimum kl. 17.
No Comments