Örfá laus pláss í Söngskóla Sigurðar Demetz
16734
post-template-default,single,single-post,postid-16734,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Örfá laus pláss í Söngskóla Sigurðar Demetz

Örfá laus pláss í Söngskóla Sigurðar Demetz

Fáeinir nemendur geta enn komist að í Söngskóla Sigurðar Demetz nú í haust.

Skólinn tekur á móti nemendum í grunn-, mið- og framhaldsstig (einsöngsdeild) en auk þess „fjórðaþreps“-nemendum. Þá er einnig starfrækt söngleikjadeild og unglingadeild við skólann.

Kennarar skólans eru margir og búa yfir fjölbreyttri reynslu hvort sem er við kennslu eða á óperu-og söngleikjasviðinu. Nánari upplýsingar um kennara skólans má lesa hér. Síðasta vetur náðu nemendur skólans góðum árangri og fengu ótal tækifæri sem efldu færni þeirra.  Í ljósi betri fjárhagsstöðu skólans þetta haust er ástæða  að ætla að skólastarfið verði enn öflugra í vetur.

Þeir sem hafa áhuga á  að þreyta inntökupróf geta sótt um á vef skólans en prófunum sem verða haldin í húsnæði skólans að Ármúla 44, 3. hæð (gengið inn frá Grensásvegi, á jarðhæð er verslunin Rekkjan).

Haustinntökupróf Söngleikjadeildar Söngskóla Sigurðar Demetz verður miðvikudaginn 24. ágúst frá kl. 16. Deildin verður stækkuð örlítið í ár og því eru laus nokkur pláss.

Fyrir umsækjendur í aðrar deildir verður fundinn hentugur tími í samráði við umsækjendur og einstaka kennara.

Hægt er að smella hér til að fá beinan aðgang að umsóknum.  Við vekjum athygli á því að við getum aðeins tekið á móti takmörkuðum fjölda nemenda. Skólinn verður settur 29.ágúst og á heimasíðu hans songskoli.is er að finna nánari upplýsingar um skólastarfið.

No Comments

Post A Comment