Óperusagan í dulargervi á sunnudag
16626
post-template-default,single,single-post,postid-16626,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Óperusagan í dulargervi á sunnudag

Óperusagan í dulargervi á sunnudag

Næstkomandi sunnudag, 8. maí  verður sýning óperudeildar,  Óperusagan í dulargervi frumsýnd í  sal Söngskóla Sigurðar Demetz óperudeildar Söngskóla Sigurðar Demetz.
Um er að ræða sýningu með stuttum senum úr óperettunni Eine Nacht in Venedig og óperunum Zar und Zimmermann, Cosí fan tutte og Acis and Galatea.

Leiðbeinendur óperudeildar eru Gunnar Guðbjörnsson (sem einnig leikstýrir) og Auður Gunnarsdóttir og við slaghörpuna situr Snorri Sigfús Birgisson. Deildin hefur einnig notið aðstoðar Lilju Eggertsdóttur og Guðbjargar Sigurjónsdóttur píanóleikara við æfingar.

Sýningarnar verða tvær og hefst sú fyrri kl 16 og sú síðari kl. 19.30 sama dag og er aðgangur ókeypis á báðar sýningar.

Recent Posts
No Comments

Post A Comment