Ólafur Kjartan með masterklass í SSD í desember
18522
post-template-default,single,single-post,postid-18522,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Ólafur Kjartan með masterklass í SSD í desember

Ólafur Kjartan með masterklass í SSD í desember

Ólafur Kjartan Sigurðarson verður gestur okkar 11. desember næstkomandi en þá mun hann halda masterklass fyrir nemendur skólans  í Hljómbjörgu.

Ólaf þarf vart að kynna íslenskum söngaðdáendum en hann hefur farið með himinskautum í söngferli sínum síðustu misseri. Eftir frumraun í Bayreuth sumarið 2022 hefur Ólafur tekið flugið en hann söng í m.a. fyrsta sinn við Konunglegu óperuna í London, Covent Garden í janúar á þessu ári. Sem stendur er hann við æfingar við Scala óperuna í Milano þar sem hann fer með hlutverk Captain Bastrode í óperunni Peter Grimes eftir Benjamin Britten.

Næsta sumar mun Ólafur Kjartan syngja hlutverk Kurwenal í óperu Wagners, Tristan und Isolde í Bayreuth en Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir þeirri sýningu.

Ólafur Kjartan hefur áður komið til okkar og kennt masterklass en það er sannarlega heiður fyrir okkur að fá að taka aftur á móti honum í desember. Masterklassinn hefst kl. 18 og stendur til kl. 20.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.