Ólafur Kjartan með masterclass í Söngskóla Sigurðar Demetz
17137
post-template-default,single,single-post,postid-17137,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Ólafur Kjartan með masterclass í Söngskóla Sigurðar Demetz

Ólafur Kjartan með masterclass í Söngskóla Sigurðar Demetz

Laugardaginn 7. október fáum við Ólaf Kjartan Sigurðarson í heimsókn til okkar í skólann til að halda nemendum okkar masterclass en hann er í dag einn af okkar þekktustu og ástsælustu söngvurum.

Ólafur Kjartan hefur starfað um árabil við óperuhúsið í Saarbrücken í Þýskalandi en hann hefur jafnframt ferðast um heiminn til að syngja með ýmsum sinfóníuhljómsveitum og óperuhúsum.

Helstu hlutverk hans eru: Macbeth, Iago, Renato, Falstaff, Scarpia, Jack Rance, Telramund, Alberich, Klingsor, Hollendingurinn fljúgandi og síðast en ekki síst Rigoletto.  Hann hefur einnig hlotið lof fyrir túlkun sína á Barnaba, Bláskegg, Escamillo, Gérard, Jochanaan og Tonio svo fáein hluverk séu nefnd.

Ólafur Kjartan hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, m.a. Grímuverðlaunin og áhorfendaverðlaun Opera Holland Park fyrir túlkun sína á Rigoletto og fyrir Jochanaan í Salome var hann valinn söngvari ársins við óperuna í Saarbrücken.

Níunda sinfónía Beethoven er áberandi í tónleikadagskrá komandi starfsárs, m.a. við vígslu nýrrar tónleikahallar í Lugano undir stjórn Vladimir Ashkenazy, með Fílharmoníunni í Stuttgart og á tónleikaferð um Japan, í Tokya, Osaka og Yokohama.  Í nóvember mun Ólafur Kjartan flytja Kindertotenlieder með Sinfóníuhljómsveit Íslands undir stjórn Daníels Bjarnsonar.  Af óperuhlutverkum framundan má nefna Der Wanderer í Siegfried með Fílharmoníunni í Dortmund, Rigoletto, Balstrode og Falstaff við óperuna í Saarbrücken og hlutverk Hollendingsins fljúgandi við Finnsku þjóðaróperuna í Helsinki.

Ólafur Kjartan er á landinu um þessar mundir til að undirbúa hlutverk sitt, Scarpia í uppfærslu Íslensku óperunnar á Toschu en masterklassinn á laugardag hefst kl. 16.30 og lýkur kl. 19. Meðleikarar verða Antonía Hevesi og Guðbjörg Sigurjónsdóttir.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.