Ný námskeið í Sturtunni hjá Söngskóla Sigurðar Demetz – Lilja, Hildigunnur og Þorsteinn Freyr leiðbeina
17554
post-template-default,single,single-post,postid-17554,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Ný námskeið í Sturtunni hjá Söngskóla Sigurðar Demetz – Lilja, Hildigunnur og Þorsteinn Freyr leiðbeina

Ný námskeið í Sturtunni hjá Söngskóla Sigurðar Demetz – Lilja, Hildigunnur og Þorsteinn Freyr leiðbeina

Söngskóli Sigurðar Demetz býður í haust upp á kór- og áhugasöngvaradeild skólans, Sturtuna.

Deildin mun starfa í formi námskeiða og hefst það 8. október 2018. Leiðbeinendur verða Hildigunnar Einarsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir og Þorsteinn Freyr Sigurðsson.

Námskeiðið er hentugt fyrir þá sem vilja bæta sig í söng, hvort heldur einsöng eða þátttöku í kórsöng. Veittir verða einkatímar, snert verður á grunnatriðum tónfræði og tveir samsöngstímar með píanóleikara.

Námskeiðið samanstendur af eftirfarandi tímum:

5 einkatímar, 30 mín á viku

2 hóptímar í tónfræði 60 mínútur

2 samsöngstímar 90 mínútur 

Verð námskeiðs er 45.000

Skráningar fara fram með því að senda post á songskoli@songskoli.is eða á síðu skólans undir: https://songskoli.is/umsokn/

Lilja Guðmundsdóttir ólst upp á Kópaskeri og stundaði söngnám í Tónlistarskólanum á Akureyri, við Söngskóla Sigurðar Demetz og í Konservatorium Wien í Vínarborg. Þaðan lauk hún Mastersprófi haustið 2015 með fyrstu einkunn. Hennar helstu kennarar voru Sigríður Aðalsteinsdóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Uta Schwabe. Meðal hlutverka hennar í skólanum í Vínarborg voru Fiordiligi í Cosi fan tutte, Lauretta í Gianni Schicchi, Corinna í Il Viaggio a Reims og Anne Trulove í The Rake’s Progress. Önnur hlutverk í Vínarborg eru Suor Osmina og Una Novizia í uppsetningu Theater an der Wien 2012 á Suor Angelica og Næturdrottningin í uppfærslu Oh!pera á Töfraflautunni sumarið 2014. Hér heima hefur Lilja sungið hlutverk Donnu Elviru úr Don Giovanni með Sinfoníuhljómsveit unga fólksins, Frasquitu í Carmen hjá Íslensku óperunni, 2. Niece í Peter Grimes á Listahátíð vorið 2015 og Madame Herz í Viðburðarstjóranum í Iðnó 2017. Þá hefur Lilja komið fram sem sólóisti með The Festival Orchestra Wien í 9 borgum í Finnlandi og í Búlgaríu árið 2016. Í september 2016 kom hún fram á óperugala tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands og árið 2017 var hún einsöngvari á tónleikum Salon Islandus.

Hildigunnur Einarsdóttir lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík 2010 undir handleiðslu Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Signýjar Sæmundsdóttur. Síðar stundaði hún framhaldsnám í Þýskalandi og Hollandi hjá Janet Williams og Jóni Þorsteinssyni. Hildigunnur lauk nýverið B.A. prófi í skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands. Hildigunnur stjórnar kórum og leiðir tónlistarsmiðjur um allt land og syngur m.a. með Schola cantorum og Kór Íslensku óperunnar.

Hildigunnur kemur reglulega fram sem einsöngvari hérlendis sem erlendis og af nýlegum verkefnum má nefna Klassíkin okkar, opnunartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands, Messías og Judas Maccabeus eftir Händel, Mattheusarpassíuna, Jóhannesarpassíuna og Jólaóratoríuna eftir Bach, Guðbrandsmessu eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Hún mun syngja hlutverk móðurinnar í Hans og Grétu eftir Humperdinck hjá íslensku Óperunni í nóvember nk. Hildigunnur var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2014 fyrir túlkun sína á sönglögum Karls O. Runólfssonar með kammerhópnum Kúbus.

Þorsteinn Freyr Sigurðsson, tenór fæddist árið 1984 á Siglufirði. Hann hóf söngnám árið 2005 hjá Elísabetu Erlingsdóttir við Tónskóla Reykjavíkur. Frá 2007 til 2010 hélt hann námi sínu áfram með Elísabetu en í þetta sinn við Listaháskóla Íslands.

Þorsteinn hefur tvisvar tekið þátt í óperustúdíói Íslensku óperunnar. Óperurnar Eine Nacht in Venedig árið 2006 og Cosi fan tutte árið 2008. Frá 2008 til 2010 var hann meðlimur í Kór íslensku óperunnar og söng með kór í óperunum Pagliacci, Cavalleria Rusticana og L’elisir d’amore. Árið 2012 söng Þorsteinn hlutverk Don Ottavio í óperunni Don Giovanni eftir W. A. Mozart á vegum Þjóðlagahátíðarinnar á Siglufirði sem flutt var þar og í Hörpunni í Reykjavík.

Þorsteinn söng hlutverk Ferrando í Cosi fan tutte í september 2011 í uppsetningu á vegum Hochschule für Musik, Theater und Medien í Hannover. Í Hochschule für Musik Hanns Eisler í Berlín söng hann hlutverk Fé-ni-han í óperunni Ba-ta-clan eftir J. Offenbach, ótitlað hlutverk í Europeras 3 and 4 eftir John Cage, Basilio í Nozze di Figaro, Il contino í La finta giardiniera ásamt konsertum og öðrum uppsetningum. Þorsteinn útskrifaðist með Mastersgráðu í óperusöng árið 2013 frá Hochschule für Musik Hanns Eisler í Berlín þar sem hann lærði hjá Prof. Scot Weir og frá 2013 til 2014 með Janet Williams í einkanámi

Þorsteinn var fastráðinn í Theater Ulm, í Ulm suður-Þýskalandi frá árunum 2014 til 2017 þar sem hann söng m.a. hlutverkin: Camille de Rossillon í Die lustige Witwe eftir Franz Lehár, Eurimaco í Il ritorno d’Ulisse in patria e. Claudio Monteverdi, Ferrando í Cosi fan tutte eftir W. A. Mozart, Bob Boles í Peter Grimes eftir B. Britten, Pong í Turandot e. G. Puccini, Don Ottavio í Don Giovanni e. W. A. Mozart, Schmidt í Werther e. Jules Massenet, ónefnt hlutverk í heimsfrumsýningu verksins Treibgut e. Alexander Balanescu, Edmondo/Maestro di Ballo/Lampinaio í Manon Lescaut og Nemorino í L’elisir d’Amore e. G. Donizetti.

Þorsteinn hefur einnig mikla reynslu af ljóðasöng og hefur komið fram á tónleikum í Þýskalandi sem og á Íslandi. Þorsteinn söng hlutverk Spoletta í uppfærslu Tosca í íslensku óperunni haustið 2017.

Þorsteinn flutti til íslands árið 2017 og starfar nú við söng, söngkennslu og kórstjórn.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.