Neil Semer með masterklassa fyrir söngleikja- og einsöngsdeild
17143
post-template-default,single,single-post,postid-17143,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Neil Semer með masterklassa fyrir söngleikja- og einsöngsdeild

Neil Semer með masterklassa fyrir söngleikja- og einsöngsdeild

Sunnudaginn 15.október og mánudaginn 16. október fáum við aftur  góðan gest frá New York til okkar í Söngskóla Sigurðar Demetz, Neil Semer.

Neil mun halda tvo masterklassa að þessu sinni auk þess sem hægt er að bóka einkatíma hjá honum en þá þurfa nemendur að greiða sjálfir. Masterklass fyrir söngleikjadeild verður á sunnudeginum kl. 16 en einsöngsdeild verður með sinn masterklass á mánudag kl. 17. Einkatíma er hægt að bóka á netfanginu neilsemer@aol.com.

Neil er í hópi þekktari söngkennara Bandaríkjanna í dag en hann hefur átt í nánu samstarfi við marga  starfandi söngvara  og er vinsæll söngkennari sem ferðast stöðugt til að miðla kunnáttu sinni. Neil er tíður gestur í heimsborgunum Toronto, London, Kaupmannahöfn og París auk þess sem hann vinnur víða í Þýskalandi en hann rekur eigin akademíu í borgunum  Coesfeld og Aub, Neil Semer Summer Vocal Institute sem starfað hefur um 20 ára skeið. Það er mikill happafengur að fá  Neil Semer til landsins en hægt er að fræðast meira um þennan frábæra kennara á heimasíðu hans.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.