Masterklass Naju Månsson í SSD
18421
post-template-default,single,single-post,postid-18421,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Masterklass Naju Månsson í SSD

Masterklass Naju Månsson í SSD

Í dag, 17. apríl verður masterclass með danska raddheilsufræðingnum og söngkennaranum Naju Månsson.

Naja hefur verið gestur hér í skólanum síðustu daga og verið með námskeið og nuddtíma, en nú er komið að masterclass með nemendum skólans.

Masterclassinn byrjar kl 17 og er til kl 20 í sal skólans, Hljómbjörgum á annarri hæð. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Um Naju Månsson:

Naja Månsson raddheilsufræðingur hefur viðhaldið atvinnu-söngröddum síðastliðin 20 ár.

Eftir að hún útskrifaðist með MA-gráðu frá Tónlistarháskólanum í Suður-Danmörku hefur Naja sérhæft sig í raddendurhæfingu og á sviði raddbeitingar, líkamsvinnu fyrir söngvara og leikara, öndun og raddnuddi.

Starf hennar með listamönnum er til þess fallið að skapa dýpri skilning og meðvitund um líkamsstarfsemina sem þarf í söng.

Naja lærði hjá söngkennurunum Trish McCaffery (BNA) og Abbie Furmansky (DE), raddþjálfaranum John Norris (DE), nálastungufræðingnum Henry Buck (BNA), líkamsþjálfaranum Guido Witte (DE) og Alexander tæknikennaranum Ann Rodiger (BNA).

Naja Månsson vinnur náið með danska leikarafélaginu, Konunglegu dönsku óperunni, Ríkissjónvarpi og -útvarpi Danmerkur, Óperunni og ballettinum í Osló og við háskólann í Tromsö og víðar.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.