Söngskóli Sigurðar Demetz | Kristinn Sigmundsson leikstýrir óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz
17449
post-template-default,single,single-post,postid-17449,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-9.1.3,wpb-js-composer js-comp-ver-4.11.1,vc_responsive

Kristinn Sigmundsson leikstýrir óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz

18 maí Kristinn Sigmundsson leikstýrir óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz

Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz mun bætast mikill liðstyrkur næsta vetur þegar Kristinn Sigmundsson bætist í kennaralið skólans. Hann mun leiðbeina í óperudeild og leikstýra óperuverkefni deildarinnar í lok mars 2019.

Þetta er í fyrsta sinn sem Kristinn leikstýrir og segist hann hlakka mikið til að takast á við þessa áskorun. Kristinn hefur verið einstaklega farsæll söngvari og er einn af okkar reyndustu og víðförlustu óperusöngvurum. Það er skólanum gríðarlegur fengur að fá hann til samstarfs.  Hann fylgir í kjöfar annars bassasöngvara sem leikstýrt hefur sýningum skólans síðustu ár, Bjarna Thors Kristinssonar og mun á sama hátt og með sinni víðtæku reynslu geta kynnt nemendum skólans þá strauma og stefnur sem óperuheimurinn hverfist í á 21. öldinni.

Kristinn þarf varla að kynna en hann hefur á síðustu áratugum sungið m.a. í Vínaróperunni, Metropolitan óperunni í New York, La Scala í Mílanó, The Royal Albert Hall, og Covent Garden á Englandi, auk óperuhúsanna í Amsterdam, Barcelona, Berlín, Dresden, Düsseldorf, Genf, Köln, Flórens, París, San Francisco og Detroit.

Við hlökkum til að taka á móti Kristni í haust og væntum mikils af samstarfinu.

Engar athugasemdir

Lokað er fyrir innlegg að svo stöddu.