Kristinn Sigmundsson leikstýrir óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz
17449
post-template-default,single,single-post,postid-17449,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Kristinn Sigmundsson leikstýrir óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz

Kristinn Sigmundsson leikstýrir óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz

Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz mun bætast mikill liðstyrkur næsta vetur þegar Kristinn Sigmundsson bætist í kennaralið skólans. Hann mun leiðbeina í óperudeild og leikstýra óperuverkefni deildarinnar í lok mars 2019.

Þetta er í fyrsta sinn sem Kristinn leikstýrir og segist hann hlakka mikið til að takast á við þessa áskorun. Kristinn hefur verið einstaklega farsæll söngvari og er einn af okkar reyndustu og víðförlustu óperusöngvurum. Það er skólanum gríðarlegur fengur að fá hann til samstarfs.  Hann fylgir í kjöfar annars bassasöngvara sem leikstýrt hefur sýningum skólans síðustu ár, Bjarna Thors Kristinssonar og mun á sama hátt og með sinni víðtæku reynslu geta kynnt nemendum skólans þá strauma og stefnur sem óperuheimurinn hverfist í á 21. öldinni.

Kristinn þarf varla að kynna en hann hefur á síðustu áratugum sungið m.a. í Vínaróperunni, Metropolitan óperunni í New York, La Scala í Mílanó, The Royal Albert Hall, og Covent Garden á Englandi, auk óperuhúsanna í Amsterdam, Barcelona, Berlín, Dresden, Düsseldorf, Genf, Köln, Flórens, París, San Francisco og Detroit.

Við hlökkum til að taka á móti Kristni í haust og væntum mikils af samstarfinu.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.