Kolbeinn, Sveinn og Hrólfur með masterklassa í haust
16729
post-template-default,single,single-post,postid-16729,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Kolbeinn, Sveinn og Hrólfur með masterklassa í haust

Kolbeinn, Sveinn og Hrólfur með masterklassa í haust

Næsta vetur höldum við áfram með masterklassa í Söngskóla Sigurðar Demetz.

Við erum svo heppin að þrír söngvarar sem starfa að mestum hluta erlendis verða á landinu nú í haust en sá fyrsti þeirra hefur heimsótt okkur áður við góðan orstír, Kolbeinn Jón Ketilsson. Næstur í röðinni verður Sveinn Dúa Hjörleifsson sem ætlar að kenna hjá okkur 10.nóvember en síðastur á haustmánuðum verður Hrólfur Sæmundsson sem verður á landinu 28. Nóvember og gefst nemendum Söngskóla Sigurðar Demetz þá tækifæri til að njóta hans hæfileika. Dagsetningar eru enn háðar breytingum.

Masterklassarnir okkar síðastliðinn vetur mæltust vel fyrir og er það ástæðan fyrir því að við höldum þessu áfram. Það er ótrúlega áhugavert að fá sjónarmið starfandi söngvara eða annarra sem hafa mikla söng- og/eða kennslureynslu að baki til að ausa úr viskubrunni sínum og ekki síður áhugavert fyrir nemendur að hlusta á kennslun.  Fyrir okkur sem stundum kennslu er það svo mikill innblástur að hitta kollega að utan og heyra hvað þeir hafa fram að færa.

 

No Comments

Post A Comment