
08 des Jólatónleikar Söngskóla Sigurðar Demetz í Kirkju óháða safnaðarins 9. desember
Á morgun, laugardaginn 9. desember verða þrennir jólatónleikar Söngskóla Sigurðar Demetz haldnir í Kirkju óháða safnaðarins, Háteigsvegi 56.
Fyrstu tónleikar dagsins hefjast kl. 13 en síðan verða næstu tónleikar kl. 14.30 og þeir síðustu kl. 16. Nemendum verður blandað úr öllum stigum námsins á tónleikunum þremur en þar koma fram vel á fjórða tug nemenda skólans.
Allir eru velkomnir í kirkjuna á meðan húsrúm leyfir og víst að það verður hátíðleg stemmning í Kirkju óháða safnaðarins á morgun.
Sorry, the comment form is closed at this time.