Hver er framtíð tónlistarskóla í Tónlistarborginni Reykjavík?
17385
post-template-default,single,single-post,postid-17385,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Hver er framtíð tónlistarskóla í Tónlistarborginni Reykjavík?

Hver er framtíð tónlistarskóla í Tónlistarborginni Reykjavík?

Samtök tónlistarskóla í Reykjavík, STÍR, verða með opinn fund í Austurbæ, Snorrabraut 37, miðvikudaginn 2.maí kl. 20.00. Ætlunin er að fjalla þar framtíð tónlistarkennslu í Reykjavíkurborg með oddvitum framboða til borgarstjórnarkosninga í vor.

Núverandi meirihluti í höfuðborginni hefur heitið því að móta heildstæða stefnu og skýra aðgerðaáætlun um Tónlistarborgina Reykjavík. Gestir fundarins verða m.a. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Eyþór Arnalds borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Mörgum sem stunda tónlistarnám eða starfar við tónlistarkennslu fýsir sjálfsagt að fá frekari upplýsingar um hvað felst í nefndri aðgerðaráætlun og hver staða tónlistarnámsins er í þeirri vinnu. Markmiðið er því að gefa frambjóðendum til borgarstjórnarkosninga í vor tækifæri til að kynna stefnur sínar og sýn, hvort heldur þeir teljast til núverandi meirihluta eða minnihluta.  Boð verið sent á þau framboð sem þegar eru kynnt og munu fulltrúar þeirra geta tekið þátt í umræðum  í kjölfar framsöguerinda..

Fyrir hönd skólanna mun Júlíana Indriðadóttir skólastjóri Tónskóla Sigursveins en einnig mun formaður samtakanna, Gunnar Guðbjörnsson taka stutt til máls ásamt fulltrúum þeirra flokka sem í dag hafa flesta borgarfulltrúa. Það er ljóst þeim sem fylgst hafa með málefnum tónlistarskóla undanfarin misseri að víða hefur vandi steðjað að. Enn eru tónlistarskólar að súpa seyðið af hruninu 2008.

Tónlistarskólar í Reykjavík hafa enn ekki sopið seyðið af niðurskurði hrunsáranna og því er mikilvægt er að allir sem láta sér annt um tónlistarnám í höfuðborginni  mæti á fundinn „Hver er framtíð tónlistarskóla í Tónlistarborginni Reykjavík?“

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.