Guðmundur Karl í Accademia Renato Bruson til hausts
17391
post-template-default,single,single-post,postid-17391,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Guðmundur Karl í Accademia Renato Bruson til hausts

Guðmundur Karl í Accademia Renato Bruson til hausts

Guðmundi Karli Eiríkssyni sem stundaði nám í Söngskóla Sigurðar Demetz árin 2015-2017 hjá Kristjáni Jóhannssyni hefur síðustu mánuði stundað nám á Ítalíu, nánar tiltekið við hina virtu Accademia Renato Bruson í borginni Busseto.

Guðmundur hóf námið nú í byrjum mars og felur það í sér einkatíma hjá einum af þekktustu baritónsöngvarum Ítalíu síðari ára,  Renato Bruson.

Námið er þannig að hann er með okkur öll í sal og gefur hverjum og einum klukkustund til að vinna með. Svipað og masterclass og hver og einn fær u.þ.b. 15 tima með honum á mánuði.

Guðmundur segir Bruson leggjal gríðarlega mikla áherslu á framburð og túlkun en vill lítið vinna með tækni þegar nemendur eru komnir á það stig að stunda nám sitt í Accademia Bruson.

Við fáum í náminu þessa tima hjá honum en auk þess munu koma hingað kennarar/söngvarar og halda masterklassa. Við fáum 3 tíma á viku með coach þar sem okkur er ráðlagt að vinna heilu óperurnar frekar en aríur og svo eru 3 ítölskutímar á viku. Þetta endar svo allt á tónleikum sem eru í lok Júlí.

Dagskrána í akademíunni segir Guðmundur vera vera frekar og stundum komi löng tímabil þar sem hann er í tímum daglega.  En hvernig kom það til að Guðmundur fékk inni í Accademia Bruson?

Þetta byrjaði nú bara allt á þvi að eg var að lesa um hann á netinu og langaði að prófa fara í einkatima hjá honum en eg vissi að kennari minn Kristján Jóhannsson þekkti hann frá gamalli tíð. Ég bað hann um að heyra í honum fyrir mig, sem hann gerði og þá kom í ljós að Renato væri með accademiu herna í Busseto og ráðlagði hann mér að sækja þar um . Ég gerði það en þurfti að fara í fyrirsöng sem ég komst ekki í en mér var boðið að byrja á að koma í masterclass hjá honum og það varð til þess að ég komst inn í akademiuna.

 

Guðmundur gerir ráð fyrir að koma  heim eftir að náminu í akademíunni  í Busseto en hann gerir ráð fyrir að fljótlega hefjist vinna við að ná í umboðsmann og reyna fyrir sér í heimi óperunnar.

Við óskum Guðmundi Karli til hamingju með frábæran árangur og hlökkum tið heyra af honum fleiri sögur á Ítalíu.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.