Söngskóli Sigurðar Demetz | Gary Jankowski með masterklass 4. mars
17602
post-template-default,single,single-post,postid-17602,single-format-standard,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-9.1.3,wpb-js-composer js-comp-ver-4.11.1,vc_responsive

Gary Jankowski með masterklass 4. mars

16 feb Gary Jankowski með masterklass 4. mars

Bandaríski bassasöngvarinn Gary Jankowski sem heimsótt hefur Söngskóla Sigurðar Demetz síðustu tvö ár kemur aftur til landsins í næsta mánuði og mun hann halda masterklass mánudaginn 4. Mars frá 17.30 – 20 hér í skólanum. Eins og áður mun Gary veita nemendum möguleika á einkatímum.

Heimsókn Gary er hluti af samstarfi Söngskóla Sigurðar Demetz við Konunglega listaháskólanum í Antwerpen þar sem hann er prófessor. Sex útskrifaðir nemendur úr SSD stunda nú nám í Antwerpen og er hér því um kærkomið tækifæri að ræða fyrir þá sem hyggja á framhaldsnám erlendis til að kynnast þessum virta kennara.

Gary Jankowski á að baki áratuga feril sem óperusöngvari, mestan hluta í Þýskalandi þar sem hann var fastráðinn við óperuhúsin í Nürnberg, Halle/Saale, Freiburg, Rostock og Schwerin. Hann hefur jafnframt komið fram sem gestasöngvari í Leipzig, Donostia/San Sebastian, Peralada, Dorset og  Kiel. og sungið við óperuhúsin Opera de Belles Artes, Mexico City, og Teatro Colón-Ring in Buenos Aires  en hann söng einnig hlutverk Fafners and Hagen í verðlaunauppfærslu Anthony Pilavachi iá Niflngahringnum í Lübeck.Hann hefur unnið me stjórnendum á borð við Kent Nagano, Philippe Jordan, Andriy Yurkevych, Jacques Delacôte, Miltiades Caridis, Roberto Paternostro, Stefan Malzew, Michail Jurowski, og Niksa Bareza. Lesa má um feril Gary Jankowskis á heimasíðu hans.

Síðustu ár hefur Garz í auknu mæli snúið sér að kennslustörfum en auk þess að hafa haldið masterklassa í Belgíu og Ísrael starfar hann sem söngkennari við Tónlistarháskólann í Antwerpen.

Eins og áður segir heldur masterklass sinn í skólanum mánudaginn 4. mars kl 17.30-20.00 og er hann að venju öllum opinn til áheyrnar. Auk þessa gefst nemendum og gestum kostur að sækja einkatíma hjá honum dagana 1-4. mars eða á meðan á dvöl hans stendur og geta þeir sem hafa áhuga sent póst á gunnar@songskoli.is til að panta tíma.

Engar athugasemdir

Lokað er fyrir innlegg að svo stöddu.