Gary Jankowski með masterklass 4. mars
17602
post-template-default,single,single-post,postid-17602,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Gary Jankowski með masterklass 4. mars

Gary Jankowski með masterklass 4. mars

Bandaríski bassasöngvarinn Gary Jankowski sem heimsótt hefur Söngskóla Sigurðar Demetz síðustu tvö ár kemur aftur til landsins í næsta mánuði og mun hann halda masterklass mánudaginn 4. Mars frá 17.30 – 20 hér í skólanum. Eins og áður mun Gary veita nemendum möguleika á einkatímum.

Heimsókn Gary er hluti af samstarfi Söngskóla Sigurðar Demetz við Konunglega listaháskólanum í Antwerpen þar sem hann er prófessor. Sex útskrifaðir nemendur úr SSD stunda nú nám í Antwerpen og er hér því um kærkomið tækifæri að ræða fyrir þá sem hyggja á framhaldsnám erlendis til að kynnast þessum virta kennara.

Gary Jankowski á að baki áratuga feril sem óperusöngvari, mestan hluta í Þýskalandi þar sem hann var fastráðinn við óperuhúsin í Nürnberg, Halle/Saale, Freiburg, Rostock og Schwerin. Hann hefur jafnframt komið fram sem gestasöngvari í Leipzig, Donostia/San Sebastian, Peralada, Dorset og  Kiel. og sungið við óperuhúsin Opera de Belles Artes, Mexico City, og Teatro Colón-Ring in Buenos Aires  en hann söng einnig hlutverk Fafners and Hagen í verðlaunauppfærslu Anthony Pilavachi iá Niflngahringnum í Lübeck.Hann hefur unnið me stjórnendum á borð við Kent Nagano, Philippe Jordan, Andriy Yurkevych, Jacques Delacôte, Miltiades Caridis, Roberto Paternostro, Stefan Malzew, Michail Jurowski, og Niksa Bareza. Lesa má um feril Gary Jankowskis á heimasíðu hans.

Síðustu ár hefur Garz í auknu mæli snúið sér að kennslustörfum en auk þess að hafa haldið masterklassa í Belgíu og Ísrael starfar hann sem söngkennari við Tónlistarháskólann í Antwerpen.

Eins og áður segir heldur masterklass sinn í skólanum mánudaginn 4. mars kl 17.30-20.00 og er hann að venju öllum opinn til áheyrnar. Auk þessa gefst nemendum og gestum kostur að sækja einkatíma hjá honum dagana 1-4. mars eða á meðan á dvöl hans stendur og geta þeir sem hafa áhuga sent póst á gunnar@songskoli.is til að panta tíma.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.