Fimm nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz við nám í Konunglega listaháskólanum í Antwerpen
17149
post-template-default,single,single-post,postid-17149,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Fimm nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz við nám í Konunglega listaháskólanum í Antwerpen

Fimm nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz við nám í Konunglega listaháskólanum í Antwerpen

Í haust hóf hópur fimm útskrifaðra nemenda úr Söngskóla Sigurðar Demetz háskólanám við Koninklijk Conservatorium Antwerpen, Konunglega listaháskólan í Antwerpen í Belgíu.

Einn af þessum nemendum er reyndar þegar á sínu öðru námsári  í háskólanum en það er Guðmundur Davíðsson sem útskrifaðist úr SSD vorið 2016 en fjórir af þessum nemendum útskrifuðust nú í vor. Það eru þau Hildur Eva Ásmundardóttir, Lísa Mary Viðarsdóttir og Jóhann Freyr McClure Óðinsson Waage sem hefja BA nám sitt við Konunglega listaháskólann nú í haust en einnig hefur Alexander Jarl Þorsteinsson bæst í hópinn en hann hefur þar mastersnám sitt eftir ársnám í Royal College of Music í London.

Nám nemendanna fimm er sannarlega skemmtilegt upphaf á samstarfi Söngskóla Sigurðar Demetz við Konunglega listaháskólann í Antwerpen en einnig er unnið að því að formfesta framtíðarsamstarfið við þann skóla og hinn virta Universität der Künste í Berlín og er sú vinna vel á veg komin.

Aðalkennari nemendanna í Antwerpen er Gary Jankowski sem er okkur í Söngskóla Sigurðar Demetz góðkunnur eftir heimsókn í skólann síðasta vetur þar sem hann hélt áhugaverðan masterclass og vann með nokkrum nemendum í einkatímum.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.