Feldenkrais í boði fyrir nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz
17121
post-template-default,single,single-post,postid-17121,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Feldenkrais í boði fyrir nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz

Feldenkrais í boði fyrir nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz

Næsta vetur mun Söngskóli Sigurðar Demetz gefa nemendum kost á að hóptímum með Feldenkraiskennurunum  Rachel Mercer og Mikhael Óskarssyni og verður námskeiðið innifalið í skólagjöldum.

Tímarnir dreifast yfir veturinn og verða á laugardagsmorgnum, alls 16 tímar. Einnig gefst nemendum kostur á að taka einkatíma hjá þeim en tímasetningar eru þannig að þær rekist ekki við aðra starfsemi eins og leiklistarnámskeið og samstarfsnámskeið við Listaháskóla Íslands.

Aðferðin á rætur sínar að rekja til Dr. Moshe Feldenkrais og  felur í sér aðferðir til að breyta hreyfingum þátttakenda til að auka lífsgæði almennt en reynsla margra söngvara hefur verið að hér sé um að ræða hentuga leið til að ná betri tengslum við líkama sinn þegar sungið er. Hér er því um mikilvæga viðbót fyrir nemendur í viðleitni sinni við að ná árangri í söngnáminu. Fræðast má um aðferðina og kennarana tvo á heimasíðu þeirra feldenkrais.is en við bjóðum þau Rachel og Mikhael velkomin í skólann í haust en þau stunduðu nám sitt í aðferðinni vestanhafs.

Tímsetningar Feldenkraiskennslunnar verða eftirfarandi:

 1. tími – 9. september kl. 11
 2. tími – 16. september kl. 11
 3. tími – 11. nóvember kl. 11
 4. tímí – 18. nóvember kl. 11
 5. tími – 25. nóvember kl. 11
 6. tími – 2. desember kl. 11
 7. tími – 9. desember kl. 11
 8. tími – 16. desember kl. 11
 9. tími – 6. janúar kl. 11
 10. tími – 13. janúar kl. 11
 11. tími – 10. febrúar kl. 11
 12. tími – 10. mars kl. 11
 13. tími – 17. mars kl. 11
 14. tími FELLUR NIÐUR – 24. mars kl. 11
 15. tími – 21. apríl kl. 11
 16. tími – 28. apríl kl. 11

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.