Disneylögin á söngnámskeiði fyrir unglinga á aldrinum 12 til 15 ára
16739
post-template-default,single,single-post,postid-16739,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Disneylögin á söngnámskeiði fyrir unglinga á aldrinum 12 til 15 ára

Disneylögin á söngnámskeiði fyrir unglinga á aldrinum 12 til 15 ára

Hver kannast ekki við að hafa raulað Hakuna Matata með Tímon og Púmba? Brostið í söng í sturtu með Elsu úr Frozen eða sungið hástöfum titillagið úr Fríðu og Dýrinu? Hljóðheimur Disney er eitthvað sem börn og fullorðnir þekkja úr sínu daglega lífi með teiknimyndum og fjölmörgum bókum sem Edda útgáfa hefur gefið út af myndarskap hér á landi, en nú geta 12 – 15 ára krakkar tekið þessi ævintýri upp á næsta stig.

 

Þann 21. september nk. hefst 10 vikna námskeið í Söngskóla Sigurðar Demetz, einum virtasta skóla landsins þegar kemur að þjálfun og menntun söngvara, þar sem teiknimyndalögin úr Disney kvikmyndunum verða kennd í samstarfi við Disney-klúbbinn sem er á vegum Eddu útgáfu. Söngleikjadeild skólans er ein sú allra kröftugasta og ferskasta og á sínum fjórða starfsvetri, en hún brúar bilið á milli sönglistar, leiklistar og náms í hryntónlist.

 

Námskeiðið samanstendur af klukkustundar hóptíma í hverri viku á námskeiðstímanum ásamt einkennslu í litlum hópi og eru þau Þór Breiðfjörð og Valgerður Guðnadóttir aðalkennarar. Þau eru einnig stjórnendur söngleikjadeildarinnar, enda með þekktara söngleikjafólki landsins.

 

Mikil áhersla er lögð á skemmtun og stuðning við alla þá þætti sem viðkoma framkomu fyrir framan annað fólk en allir eru velkomnir að taka þátt í þessu stórskemmtilega 10 vikna námskeið, byrjendur jafnt sem lengra komnir og ekki ólíklegt að Edda útgáfa komi þátttakendum á óvart á námskeiðstímanum.

 

Námskeiðinu lýkur svo með stórtónleikum í lok nóvember og þar bætist enn ein söngleikjastjarnan við, maður sem hefur ljáð fjölmörgum Disney persónum rödd sína og söngrödd; Felix Bergsson.

 

Þór Breiðfjörð svarar spurningum um námskeiðið í síma 6188814 en hér fyrir neðan má einnig sjá nánari upplýsingar um það sem í boði er.

 

 

Nánari upplýsingar um námskeiðið

Söngnámskeið fyrir unglinga á aldrinum 12-15 ára þar sem áhersla er lögð á lög úr Disneyteiknimyndum

Leiðbeinendur  eru Valgerður Guðnadóttir og Þór Breiðfjörð

Námskeiðið hefst 21. september og stendur í 10 vikur

Nemendur deila einkatíma með þremur öðrum og fá því samtals 2,5 klst. í einkakennslu (10 x 15 mín) og 7,5 í áheyrn. Samtals 10 klst. í söngkennslu

Hóptímar eru 10 klst.,  nemendur syngja hvor fyrir aðra og farið er í túlkun laganna og leiklist

Felix Bergsson kemur og hlustar á nemendur í einum tíma og gefur ráðleggingar

Hópurinn kemur fram á tónleikum með Felix, Völu og Þór í lok námskeiðs og syngja í kór í nokkrum lögum í Salnum

Námskeiðið kostar 58.500 kr. en hægt er að nýta frístundastyrki frá Reykjavík og Kópavogi

 

 

No Comments

Post A Comment