“Besti undirbúningur fyrir leiklistarnámið úti” – Benjamín Kári stundar leiklistarnám í London
17582
post-template-default,single,single-post,postid-17582,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

“Besti undirbúningur fyrir leiklistarnámið úti” – Benjamín Kári stundar leiklistarnám í London

“Besti undirbúningur fyrir leiklistarnámið úti” – Benjamín Kári stundar leiklistarnám í London

Benjamín Kári Daníelsson stundar nú nám á öðru ári  BA Acting (International) prógrami hjá East 15 Acting School í Bretlandi. Hann stundaði söngnám um tíma í Söngskóla Sigurðar Demetz og segir okkur frá ævintýrum sínum í Bretlandi síðustu ár

 

Ég var í Söngskóla Sigurðar Demetz, og lærði hjá Gunnari Guðbjörnssyni á skólaárinu 2015-2016.  Ég vildi fara í söngnám til þess að læra raddtækni sem myndi nýtast mér í leiklistarnámi sem ég stefndi að því að komast í London.

 

Benjamín segir að klassísk söngtækni eins og hann hafi lært hana  í SSD hafi  haft þau áhrif að hann gat undirbúið sig sjálfstætt í upphitunaræfingum fyrir alla leiklistarsýningar sínar.

 

Sama má væntanlega segja um vinnu sviðsflutningi, en líka í söngtímum og söngsýningum sem eru hluti af náminu hérna úti.  Ég er sannfærður um það að þetta hafi verið besti undirbúningur fyrir leiklistarnámið úti sem ég gæti hafa fengið mér.

 

Söngskóli Sigurðar Demetz býður einnig upp á mjög jákvætt andrúmsloft og kennararnir styðja ítarlega og vel við uppbyggingu sjálfstrausts nemandanna um rödd þeirra og framkomu í flutningi.

 

Benjamín bætir við að þegar hann hafi byrjað í náminu  í East 15 Acting School í London haustið 2016 hafi hann í raun verið  kominn á undan með raddtækni.

 

Ég var kunnugur í fyrirbærum eins og djúpöndun, stuðningi, og líffærafræði raddarinnar — þekking sem kennarinn minn Gunnar Guðbjörnsson miðlaði til mín.  Þegar það var byrjað að æfa leikrit á öðru misseri, var raddtæknin komin á sinn stað og ég gat einbeitt mér að karaktervinnu og öðru í trausti þess að röddin væri sterk, skýr og vel staðsett.

 

Við í Söngskóla Sigurðar Demetz óskum Benjamín Kára áframhaldandi velgengni á leiklistarbrautinni og hlökkum til að fylgjast með störfum hans í listinni.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.