
30 maí Alexander Jarl og Guðmundur Davíðsson ljúka framhaldsstigi með tónleikum
Alexander Jarl Þorsteinsson og Guðmundur Davíðsson halda saman framhaldsprófstónleika sína í Bústaðakirkju þriðjudagskvöldið 31.maí kl. 20.
Þeir félagar hafa verið nokkuð samferða í námi sínu en grunnpróf í söng tóku þeir á sínum tímu samdægurs í Vestmanneyjum þar sem þeir báðir bjuggu. Í síðustu viku tóku þeir svo framhaldsstigspróf sitt á sama degi og ljúka svo því prófi með tónleikunum sem verða á morgun.
No Comments