Aileen og Dagbjört útskrifast úr SSD
18430
post-template-default,single,single-post,postid-18430,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.0,vc_responsive

Aileen og Dagbjört útskrifast úr SSD

Aileen og Dagbjört útskrifast úr SSD

Við í Söngskóla Sigurðar Demetz erum auðvitað stolt af öllum okkar nemendum en það er sérstök ástæða til að segja frá því í ár að tveir útskriftarnemendur í ár sem við nú kveðjum, munu sannarlega ekki gleymast okkur sem störfum við hann. Aileen Soffía Svensdóttir og Dagbjört Andrésdóttir eru báðar með fötlun en þær útskrifuðust með burtfararpróf úr SSD nú í vor.

Aileen Soffía er með ADHD greiningu en hún er jafnframt með þroskahömlun. Hún hefur verið nemandi við skólann um árabil en hefur ekki látið neitt stoppa sig í að ná markmiðum sínum og kláraði grunn- mið- og framhaldsstig áður en hún réðist í burtfararpófið í vor. Aileen hefur verið virk í tónleikahaldi í skólanum en hún tók einnig þátt í óperusýningunni Suor Angelica í leikstjórn Kristins Sigmundssonar í Tjarnarbíói árið 2019.

Dagbjört Andrésdóttir er með heilatengda sjónskerðingu sem veldur því að sjónsvið hennar er mjög takmarkað. Hún er lögblind út af CVI og að auki  međ CP hreyfihömlun. Ásamt undirbúningi fyrir burtfararpróf í vor söng hún titilhlutverk óperunnar Susannah í uppfærslu skólans á samnefndri óperu í apríl. Dagbjört söng einnig bitastæð hlutverk í óperuuppfærslum skólans síðustu 4 árin á undan og því má segja að hún hafi þegar mikla sviðsreynslu eftir námið í skólanum, þrátt fyrir fötlun sína.

Við höfum notið þess sérlega að hafa þessa jákvæðu og dugmiklu nemendur í skólanum og óskum þeim velfarnaðar. Skólinn hefur síðustu ár lagt áherslu á mikilvægi heilsueflandi hlutverk söngs í daglegu lífi þeirra sem hann stunda og kappkostum í framtíðinni að söngur verði kenndur sem mikilvæg mannrækt.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.