Vel heppnaðar sýningar – Aukasýning á Djúpt inn í skóg
18046
post-template-default,single,single-post,postid-18046,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Vel heppnaðar sýningar – Aukasýning á Djúpt inn í skóg

Vel heppnaðar sýningar – Aukasýning á Djúpt inn í skóg

Okkur er það mikil ánægja að sýningarnar okkar tvær í vor hafa gengið með miklum ágætum. Tvær sýningar þar sem söngleikjadeild skólans sýndi í Gaflaraleikhúsinu, Djúpt inn í Skóg eftir S. Sondheim seldust upp og vöktu verulega athygli.

Sýningar á Nótt í Feneyjum í Vonarsal SÁÁ gengu einnig frábærlega vel og mikið fagnað í sýningarlok. Sýningarnar voru tvær og tókust sérlega vel.

Skólasýningar eru ekki auðveldar enda þarf oft að gæta sérstaklega að því að ekki sé ráðist í verkefni sem eru nemendum ofviða en í þetta sinn fengu nemendur að spreyta sig á verkefnum sem atvinnufólk þarf að hafa sig allt við til að árangur náist. Nemendur eru enn í námi og þurfa að gera sín mistök en í báðum tilfellum sýninganna sýndu nemendur okkar ótrúlega færni. Við getum verið leiðbeinendum okkar í viðkomandi deildum sérlega þakklát fyrir að hafa tekið slaginn eftir mjög erfiðan tíma í vetur.

Ekki síður ber að þakka nemendum fyrir sitt frábæra starf og fórnfýsi. Það skapast alltaf sérstök stemming í skólanum kringum sýningar og það er ekki laust við að allt hafi verið á útopnu þessar síðustu vikur skólastarfs þegar tvær stóru sýningar voru á endasprettinum, og frumsýndar með aðeins viku millibili.

Raunar var áhuginn á  söngleiknum Djúpt inn í skóg að sett var á aukasýning nú um helgina, sunnudaginn 13. júní kl.20. Ég hvet alla sem þetta lesa til að verða sér út um miða á: https://tix.is/is/event/11353/songleikurinn-djupt-inn-i-skog/

Ég óska öllum þátttakendum enn á ný til hamingju með þetta frábæra vetrarstarf.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.