Tónleikar Vinafélags Söngskóla Sigurðar Demetz haldnir í nýjum sal
18106
post-template-default,single,single-post,postid-18106,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Tónleikar Vinafélags Söngskóla Sigurðar Demetz haldnir í nýjum sal

Tónleikar Vinafélags Söngskóla Sigurðar Demetz haldnir í nýjum sal

Nýr tónleikasalur hefur verið opnaður í Söngskóla Sigurðar Demeta á 2. hæð í Ármúla 44. Af því tilefni verður blásið til sérstakra tónleika fyrir félaga í Vinafélagi skólans fimmtudagskvöldið 11. nóvember kl. 20.00.

Vinafélag Söngskóla Sigurðar Demetz var stofnað haustið 2015 og hefur félagið verið skólanum mikil stoð í erfiðleikum síðustu ára. Nokkuð er síðan vinafélagið náði að halda tónleika fyrir félaga sína og því mikil gleði að geta komið loks saman og er tilefnið nú sérstakt ánægjuefni.

Það er öllum i skólanum mikils virði að finna velvild frá vinum SSD en það hefur einnig munað gríðarlega um hve vel félagið hefur stutt við starfsemina fjárhagslega. Vinafélagið hefur veitt vel á aðra milljón króna til sýningarverkefna og/eða hljóðfærakaupa frá stofnun. Það er SSD mikilvægt að eiga slíkan bakhjarl.

Á tónleikunum 11. nóvember fáum við að heyra í mörgum af okkar þekktustu söngvurum. Í hópnum eru kennarar og fyrrverandi nemendur en þau sem koma fram eru; Diddú, Auður Gunnarsdóttir, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Þór Breiðfjörð, Egill Árni Pálsson, ásamt píanóleikurunum Lilju Eggertsdóttur, Antoniu Hevesi og Aladar Racz. Sérstakir gestir á tónleikunum verða þrír fyrrverandi nemendur í SSD; Ragnheiður Petra, sópransöngkona, Guðmundur Davíðsson tenórsöngvari og Karolína Lárusdóttir mezzó-sópran.

Eins og áður segir er aðgangur ókeypis á tónleikana fyrir félaga í vinafélaginu en hægt er að ganga í félagið á staðnum. Árgjald er kr. 5.000 fyrir einstaklinga og kr. 6.000 fyrir hjón/pör. Námsmenn greiða hálft gjald og vonast Vinafélagið til að sjá sem flesta nýja félaga á skemmtuninni.

Nýr salur SSD er eins og áður segir á 2. hæð í Ármúla 44 og gengið er í húsið Grensásvegar megin. Við hlökkum til að taka á móti fríðum hóp tónleikagesta á þessum fyrstu vinafélagstónleikum innan veggja skólans okkar.

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.