Tónleikar hjá vinafélagi Söngskóla Sigurðar Demetz sunnudaginn 11. nóvember
17567
post-template-default,single,single-post,postid-17567,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Tónleikar hjá vinafélagi Söngskóla Sigurðar Demetz sunnudaginn 11. nóvember

Tónleikar hjá vinafélagi Söngskóla Sigurðar Demetz sunnudaginn 11. nóvember

Vinafélag Söngskóla Sigurðar Demetz var stofnað haustið 2015 en þa stendur fyrir tónleikum með blandaðri efnisskrá í Háteigskirkju sunnudaginn 11. nóvember nk. kl. 16:00.

Á tónleikunum koma fram kennarar og núverandi og fyrrverandi nemendur skólans. Þau eru Auður Gunnarsdóttir, Ásta Marý Stefánsdóttir, Guðmundur Karl Eiríksson, Gunnar Björn Jónsson, Hildigunnur Einarsdóttir og Kristinn Sigmundsson.  Jóhann Sigurðarson leikari mun kynna atriðin og taka lagið fyrir gesti.

Meðleikari á píanó verður Aladár Ráczs en aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Vinafélaginu, sem eru hvattir til að mæta.

Tilgangur vinafélagsins er að styðja á ýmsan hátt við Söngskóla Sigurðar Demetz, en ekki síður að heiðra minningu Sigurðar Demetz sem var fyrsti verndari skólans. Er það gert með ýmsum viðburðum og eru þessir tónleikar liður í því.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.