TOI, TOI, TOI – Rrezarta og Lilja!
16970
post-template-default,single,single-post,postid-16970,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

TOI, TOI, TOI – Rrezarta og Lilja!

TOI, TOI, TOI – Rrezarta og Lilja!

Rrezarta Jónsdóttir verður fulltrúi Söngskóla Sigurðar Demetz í Nótunni ár og syngur hún Pie Jesu eftir G. Fauré í Grafarvogskirkju á morgun, sunnudagin 18.mars.

Rezarta er fædd á Íslandi en hún er í dag 12 ára nemandi í Seljaskóla. Hennar líf og yndi er að syngja, hvort sem er klassík eða poptónlist. Rrezarta hreppti  annað sæti í Jólastjörnu Björgvins árið 2015 en þá var hún 11 ára . Í  haust hóf hún söngnám hjá Diddú við Söngskóla Sigurðar Demetz og hefur heillað okkur öll með einlægri og fallegri framkomu.

Meðleikari með Rrezörtu á morgun verður Lilja Eggertsdóttir og sendum við í skólanum þeim góðar kveðjur og segjum eins og gjarnan er sagt í óperuheiminum: Toi, Toi, Toi!

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.