
11 des Töfraflautan á aðventunni
Laugardaginn 14. desember verður Óperudeild 2, Söngskóla Sigurðar Demetz með sérstaka tónleika þar sem atriði úr Töfraflautu Mozarts verða flutt.
Tónleikarnir verða kl. 14 í Hljómbjörgu, sal skólans á 2. hæð Ármúla 44 (gengið inn frá Grensásvegi).
Töfraflautan er vinsæl ópera víða um lönd á aðventu og jólum og því vel við hæfi að flytja atriði úr henni á þessum árstíma. Skólinn stefnir að uppfærslu óperunnar á vordögum í Kópavogsleikhúsinu og eru tónleikarnir nú hluti af undirbúningi fyrir þá vinnu.
Bjarni Thor Krstinsson er leikstjóri og stjórnandi óperudeildarinnar í vetur en Guðný Charlotta Harðardóttir er píanóleikari deildarinnar. Gunnar Guðbjörnsson, kennir einnig við deildina í vetur.
Við í SSD hlökkum til að taka á móti gestum í skólanum næsta laugardag þegar atriði úr hinni sérlega jólalegu Töfraflautu verða flutt af nemendum óperudeildar.
Sorry, the comment form is closed at this time.