Töfraflautan á aðventunni
21840
post-template-default,single,single-post,postid-21840,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-8.0,vc_responsive

Töfraflautan á aðventunni

Töfraflautan á aðventunni

Laugardaginn 14. desember verður Óperudeild 2, Söngskóla Sigurðar Demetz með sérstaka tónleika þar sem atriði úr Töfraflautu Mozarts verða flutt.

Tónleikarnir verða kl. 14 í Hljómbjörgu, sal skólans á 2. hæð Ármúla 44 (gengið inn frá Grensásvegi).
Töfraflautan er vinsæl ópera víða um lönd á aðventu og jólum og því vel við hæfi að flytja atriði úr henni á þessum árstíma. Skólinn stefnir að uppfærslu óperunnar á vordögum í Kópavogsleikhúsinu og eru tónleikarnir nú hluti af undirbúningi fyrir þá vinnu.
Bjarni Thor Krstinsson er leikstjóri og stjórnandi óperudeildarinnar í vetur en Guðný Charlotta Harðardóttir er píanóleikari deildarinnar. Gunnar Guðbjörnsson, kennir einnig við deildina í vetur.

Við í SSD hlökkum til að taka á móti gestum í skólanum næsta laugardag þegar atriði úr hinni sérlega jólalegu Töfraflautu verða flutt af nemendum óperudeildar.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.