29 maí Tímamót á skólaslitum SSD
Fimmtudaginn 30. maí kl. 18 slítum við Söngskóla Sigurðar Demetz í Hljómbjörgu, sal skólans á 2. hæð Ármúla 44.
Í ár eru mikil tímamót því stofnandi skólans, Guðbjörg Sigurjónsdóttir, hefur ákveðið að láta af störfum sem meðleikari í skólanum og setjast í helgan stein. Guðbjörg var einn af stofnendum SSD og óhætt að segja að hún hafi verið helsta driffjöðurin í upphafi starfsins og lenst af í starfsemi hans. SSD var stofnaður af grasrótarhópi söngliegarfólks með hana í broddi fylkingar árið 1995. Það er því um ár í að skólinn fagni 30 ára afmæli sínu. Guðbjörg hefur í þessa áratugi verið óþreytandi í baráttu fyrir skólann sinn og í skrefum tókst henni að ná mikilvægum áföngum til framfara eins og að öðlast rétt til að fá kennslukostnað frá hinu opinbera, fundið skólanum húsnæði og sett á stað framsækin verkefni eins og söngleikjadeildina fyrir rúmum áratug. Hún hefur einnig verið merkur frumkvöðull í sambandi við heilsueflandi söngnám.
Það þarf ekki að fjölyrða um mikilvægi Guðbjargar sem skólastjóra SSD í öll þau ár sem hún sinnti því. Árið 2017 lét hún af því starfi en hefur setið í skólastjórn og starfað sem meðleikari síðan. Allt hennar óeigingjarna starf fyrir SSD hefur verið ómetanlegt og viljum við heiðra hana sérstaklega á skólaslitunum á morgun.
Sorry, the comment form is closed at this time.