11 maí Sumarsöngnámskeiðið Sturtan í 6 vikur í Söngskóla Sigurðar Demetz – Hvað eru mörg s í því?
Í sumar hveðrur hægt að sækja söngnámskeið fyrir áhugasöngvara í Söngskóla Sigurðar Demetz.N
Námskeiðið stendur frá 11. júní- 20. júlí og kostar 58.900 kr. Felur námskeiðið í sér sex 30 mínútna einkatíma og þrjá 90 mínútna hóptíma.
Í síðasta hóptíma námskeiðsins verður unnið með píanóleikara leikur með nemendum.
Í einkatímunum er farið í grunninn að söngtækni sem hentar byrjendum þvert á alla stíla. Markmiðið er að bæta öndun og stuðning þannig að nemandinn geti með góðu móti tekið þátt í kórastarfi eða sungið létt einsöngslög með undirleik. Í hóptímunum fer fram fræðsla um mannsröddina og annað sem viðkemur söng. Einnig er unnið með nemendur, einn í einu, fyrir framan hvorn annan, annað hvort með tækniæfingum eða í gegnum sönglög. Ávinningurinn af því er tvíþættur. Nemendur æfa sig í því að koma fram og syngja fyrir aðra og á sama tíma er mjög lærdómsríkt að heyra hvernig aðrir nemendur eru að vinna í sömu hlutum og maður sjálfur. Í síðasta hóptímanum verður píanóleikari sem spilar með nemendum í þeim lögum sem þeir hafa unnið á námskeiðinu.
Leiðbeinendur eru sem fyrr Fjóla Kristín Nikulásdóttir og Jón Svavar Jósefsson.
Sorry, the comment form is closed at this time.