21 sep Sturtan – Ný deild fyrir áhugasöngvara – Námskeið hefst í október
Söngskóli Sigurðar Demetz hefur opnað nýja deild, Sturtuna en þar er á ferðinni ný kór- og áhugasöngvaradeild skólans.
Deildin mun starfa í formi námskeiða og hefst það fyrsta í upphafi októbermánaðar. Leiðbeinendur verða Fjóla Kristín Nikulásdóttir og Jón Svavar Jósefsson.
Námskeiðið er hentugt fyrir þá sem vilja bæta sig í söng, hvort heldur einsöng eða þátttöku í kórsöng. Veittir verða einatímar, hóptímar og lýkur svo námskeiðinu með tónleikum þar sem söngvararnir fá einnig aðstoð píanómeðleikara.
Námskeiðið samanstendur af eftirfarandi tímum:
8 einkatímar, 30 mín á viku
4 hóptímar, 90 mín aðra hvora viku
Stór hóptími/tónleikar í sal skólans
Verð námskeiðs er 49.500
Skráningar fara fram með því að senda póst á songskoli@songskoli.is eða á síðu skólans undir: https://songskoli.is/umsokn/ og skal þar merkt við áhugamannadeild.
Sorry, the comment form is closed at this time.