„Stuðningurinn frá söngleikjadeildinni er alltaf frábær“- Halldóra Þöll farin til náms í London
16763
post-template-default,single,single-post,postid-16763,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-8.0,vc_responsive

„Stuðningurinn frá söngleikjadeildinni er alltaf frábær“- Halldóra Þöll farin til náms í London

„Stuðningurinn frá söngleikjadeildinni er alltaf frábær“- Halldóra Þöll farin til náms í London

Halldóra Þöll Þorsteins hóf nú í haust nám við Rose Bruford College of Theatre and Performance í London en hún hefur síðustu ár stundað nám í Söngskóla Sigurðar Demetz, söngleikjadeild. Halldóra hefur komið fram í sýningum deildarinnar í Iðnó síðustu 3 ár og vakið athygli fyrir frammistöðu sína.

Ég komst inn á ATA brautina sem er American Theatre Arts, helst áhersla á leik, söng, sögu, pólitík og feminisma. Ég hafði varla heyrt um skólann áður en ég sá auglýsingu á facebook og svo mældi Þór líka með skólanum.

Skólinn er mun hærra metinn en Halldóra Þöll hafði talið í upphafi en hún segist hafa af því spurnir að hann sér mjög virtur.

Prufan var klukkutíma workshop þar sem við gerðum allskonar skemmtilegt öll saman. Svo var einn kallaður inn í einu til að flytja tvo mónologa, einn klassískarn og annan nútíma –  fyrir einn kennara sem kom sérstaklega til íslands fyrir prufuna en einnig var tekið myndband til að sýna öðrum matsaðilum í skólanum.

Halldóra segist hafa þurft að flytja eintöl sín nokkrum sinnum því dómarinn leikstýrði þeim með mismunandi túlkunum.

Það var  aðallega  gert til að sjá hversu vel maður tekur fyrirmælum. Eftir það var rúmlega 15-20 mínútna spjall um mann sjálfan, helstu sögur, markmið í lífinu og hvað maður hafði gert. Allt mjög skemmtilegt og sjúklega lærdómsríkt og það sem mér fannst frábærast, var prufan líka ókeypis. Það var því engin hætta á að maður þyrfti að sjá eftir því að hafa prófað. Þarna fékk maður gefins klukkutíma kennsla þar sem allir lærðu fullt og góð leikstjórn líka.

 

Að prufunni lokinni hélt kennarinn aftur til London en nokkrum dögum síðar frétti Halldóra Þöl að hún hefði komist áfram í skype viðtal.

 

Það var samt ekki fyrr en í maí og þurfti ég í millitíðinni að lesa leikritið The Crucible eftir Arthur Miller. Ég talaði um það við einn kennarann á brautinni á skype þar sem við fjölluðum um allskonar skoðanir og merkingar í leikritinu. Ég sagði svo meira frá mér sjálfri og það sem ég er ánægðust með mig sjálfa var að ég þorði að biðja um að fá að syngja fyrir hana. Ég söng lagið Bill úr Showboat og ég held það hafi haft áhrif. Lagði auka áherslu á hversu áhugasöm ég væri og metnaðarfull og 2klst seinna var eg komin með boð um að fá að fara í skólann.

Halldóra er því flutt til London og unir sér vel í náminu.

Það sem mér finnst frábært við söngleikjadeildina er helst stuðningurinn og hvatningin frá elsku Völu og Þór og svo líka tækifærin sem þau gefa manni. Mér finnst það fara mjög mikið eftir manni sjálfum að sjá til þess að maður læri eitthvað í tímunum. Það fer alveg eftir hversu mikinn áhuga fólk setur í þetta og hversu vel undirbúinn maður er hversu mikið maður bætir sig. Þetta er svo opið nám að þú getur smá gert það að þínu eigin. Mér fannst það æðislegt, því það er hægt að gera og skoða svo marga hluti í þessu fagi. Mér fannst dásamlegt að vinna sem svona miklu fagfólki, kennurunum og undirleikurum.

Halldóra segir að hún hafi verið búin að öðlast öryggi og sem hún ekki bjó yfir

Ég er mjög feimin en nú fannst mér ég keta komið mér gegnum prufuna. Þetta fer bara allt eftir vilja og metnaði, en stuðningurinn frá söngleikjadeildinni er alltaf frábær.

En hvað telur Halldóra að bíði hennar að námi loknu?

Ég skal léttilega viðurkenna það að ég hef ekki hugmynd um það sem ég mun vilja þegar ég útskrifast úr þessum skóla. Ég er viss um það að ég og mínar skoðanir munu breytast ansi mikið á næstu árum. Sérstaklega um leikrit, túlkun á þeim og ég mun  þroskast. En ég veit ég elska tónlist og að syngja og leika og koma fram svo ég vil vinna á sviði í leikhúsi eins fljótt og hægt er. Mig langar að vinna í leikriti sem er ‘inspiring’ fyrir fólk að sjá. Mig langar að hafa áhrif á þau þannig, hvort sem það sé syngjandi, talandi eða leikandi. Það að komast inn í einhvern leikhóp sem býr til eigin verk hljómar ansi nice. Ég ætla bara að hafa augun opin fyrir hverju sem er, heimurinn er svo spennandi fyrirbæri!

No Comments

Post A Comment