Stúdentsbrautir í boði í samstarfi SSD við MS
20051
post-template-default,single,single-post,postid-20051,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.7.2,vc_responsive

Stúdentsbrautir í boði í samstarfi SSD við MS

Stúdentsbrautir í boði í samstarfi SSD við MS

Söngskóli Sigurðar Demetz stendur á ánægjulegum krossgötum nú í haust.

Tekist hafa samningar milli SSD og Menntaskólans við Sund (MS) um stofnun stúdentsbrauta í söng sem gerir nemendum mögulegt að nýta söng- og leiklistarnám í SSD til allt að helmings eininga til stúdentsprófs.

Brautirnar verða lagðar inn til umsóknar hjá menntamálaráðuneyti á næstu vikum. Nemendur sem hafa áhuga á að nýta sér þessa námsleið geta  sótt um hana í haust á vef SSD og geta þeir því hafið nám strax í lok ágúst. Þeir hinir sömu geta einnig sótt sér námsráðgjöf hjá MS. Einingar munu verða metnar um leið og stúdentsbrautirnar hafa hlotið samþykki menntayfirvalda og verður það mat í samræmi við annað listnám sem tengist stúdentsbrautum.

Við í SSD væntum þess að margir muni vilja nýta sér þessi nýju  tækifæri innan ramma söngnámsins og horfum til bjartrar framtíðar sönglistarinnar á Íslandi.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.