
25 apr SSD sýnir Töfraflautu Mozarts og Shrek
Það eru annasamar þessar vikurnar hjá okkur í söngleikja- og óperudeild SSD. Í kvöld, föstudagskvöldið 24. Apríl sýnum við fyrstu sýningu á Töfraflautu Mozarts í húsnæði Leikfélags Kópavogs og fimmtudaginn 1. maí er að söngleikurinn Shrek sem verður frumsýndur á Nýja sviði Borgarleikhússins.
Við höfum þegar bætt við aukasýningum bæði í óperusýningunni og söngleikjasýningunni. Það eru nú þrjár sýningar ráðgerðar á Töfraflautunni og fjórar á söngleiknum Shrek.
Listrænir stjórnendur Töfraflautunnar eru Bjarni Thor Kristinsson, leikstjóri og tónlistin er í höndum Guðnýjar Charlottu Harðardóttur. Það er Orri Huginn sem leikstýrir Shrek, tónlistarstjórn er í höndum Ingvars Alfreðssonar og Agnars Más Magnússonar en danshöfundar eru Gabriel Marling Rideout og Rebecca Hidalgo.
Sýningar á Töfraflautunni eru:
25. apríl kl. 19.30 (uppselt)
26. apríl kl. 19.30
27. apríl kl. 16
Sýningar á Shrek eru:
1.maí kl. 20 (uppselt)
4.maí kl. 13
4.maí kl. 20
7.maí kl. 20
Miðar á Shrek eru á tix.is en hægt er að panta miða á Töfraflautuna með því að senda póst á gunnar@songskoli.is
Sorry, the comment form is closed at this time.