Spennandi masterklassar á nýju ári í Söngskóla Sigurðar Demetz
16925
post-template-default,single,single-post,postid-16925,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Spennandi masterklassar á nýju ári í Söngskóla Sigurðar Demetz

Spennandi masterklassar á nýju ári í Söngskóla Sigurðar Demetz

Við byrjum masterklassa okkar af krafti nú í janúar, nánar tiltekið mánudaginn 23. með því að fá einn reyndasta söngvara Íslands fyrr og síðar, Sigurð Björnsson í heimsókn.

Sigurður stundaði nám við Tónlistarháskólann í München og bauðst að loknu námi staða við Óperuhúsið í Stuttgart. Hann starfaði um langt árabil við óperuhús í Þýskalandi og Austurríki, fastráðinn í Kassel, Gärtnerplatz Theater í München og við óperuna í  Graz en einnig ferðaðist hann víða um Mið-Evrópu til söngstarfa.

Haustið 1976 var Sigurði boðin staða sem framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands en með störfum sínum þar var hann atkvæðamikill í tónlistarlífinu bæði sem einsöngvari á tónleikum og í óperusýningum Þjóðleikhússins og Íslensku óperunnar.

Það er sannkallað gleðiefni að fá að njóta krafta þessa frábæra listamanns og mikil tilhlökkun að fá hann til okkar en Sigurður hefur beðið þá sem sækja námskeiðið að flytja fyrir sig íslensk eða þýsk ljóð.

Næsta masterklass verður ekki langt að bíða því í 13. febrúar eigum við von á Rannveigu Fríðu Bragadóttur sem kennir við  Universität für Musik und darstellende Kunst Wien og í 20 mars gerum við ráð fyrir að Gary Jankowski sem er prófessor í söngkennslu við Konunglega Konservatoríumið í Antwerpen í Belgíu.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.