Söngskóli Sigurðar Demetz í samstarf við Listaháskóla Íslands
16979
post-template-default,single,single-post,postid-16979,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Söngskóli Sigurðar Demetz í samstarf við Listaháskóla Íslands

Söngskóli Sigurðar Demetz í samstarf við Listaháskóla Íslands

Söngskóli Sigurðar Demetz og Listaháskóli Íslands hafa tekið saman höndum um samstarf á komandi hausti.

Skólarnir munu halda sameiginlegt námskeið í Opna listaháskólanum, Óperusöngvarinn I og Óperusöngvarinn II. Námskeiðslýsingar verður hægt að finna á heimasíðu Listaháskólans fljótlega og verða þær einnig aðgengilegar á heimasíðu Söngskóla Sigurðar Demetz síðar í þessum mánuði.

Námskeiðin miða að því að veita ungum söngvurum, söngnemendum sem eru þegar í námi á háskólastigi og/eða við það að klára framhaldsstig,  innsýn inn í starf óperusöngvarans. Þar verður lögð sérstök áhersla á áheyrnarprufur, undirbúning óperuhlutverka og fróðleik sem tengist faginu t.d. í hinum ólíku löndum þar sem Íslendingar hafa helst sótt sér störf í óperufaginu.

Við fögnum mjög samstarfinu við Listaháskóla Íslands og væntum mikils af því framtíðinni. Við hlökkum til haustins enda mikil tímamót framundan fyrir Söngskóla Sigurðar Demetz því á sama tíma hefst áður kynnt samstarf við Fjölbraut við Ármúla um söng/leiklistarnám til stúdentsprófs.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.