Söngnám með leiklist í unglingadeild og fyrir 9 til 12 ára – Nýtt í Söngskóla Sigurðar Demetz
17426
post-template-default,single,single-post,postid-17426,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Söngnám með leiklist í unglingadeild og fyrir 9 til 12 ára – Nýtt í Söngskóla Sigurðar Demetz

Söngnám með leiklist í unglingadeild og fyrir 9 til 12 ára – Nýtt í Söngskóla Sigurðar Demetz

Söngskóli Sigurðar Demetz býður næsta haust upp á nám í söng fyrir 9-12 ára í viðbót við unglingadeildina  sem starfað hefur um árabil og er ætluð 13-16 ára söngelskum krökkum.

Sú nýbreytni verður næsta  að inn í söngnámið hjá þessum aldurshópum verður fléttað leiklist en það mun auka fjölbreytileika námsins og gera það skemmtilegra.  Umsjónarmaður námsins fyrir 9-12 ára er Jón Svavar Jósefsson en einnig kemur Sigurbjörg Hv. Magnúsdóttir að kennslunni. Sigurbjörg mun áfram stýra unglingadeildinni eins og hún hefur gert síðustu ár með frábærum árangri en Jón Svavar mun aðstoða hana í þeirri deild í að flétta inn leiklistaræfingum og kennslu í námið. Leiklistin verður einnig unnin með yngri nemendunum. Píanóleikari í báðum hópunum verður Helga Laufey Finnbogadóttir.

Verðið á náminu fyrir 9-12 ára er 99.500 kr. en unglingadeidlin kostar eins og áður 152.900, fyrir veturinn. Sækja má um nám í þessum deildum hér.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.