Skólaslit á morgun
17071
post-template-default,single,single-post,postid-17071,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Skólaslit á morgun

Skólaslit á morgun

Veturinn hefur verið viðburðaríkur hjá okkur í Söngskóla Sigurðar Demetz og þó skólanum verði slitið á morgun, föstudaginn 26. maí,  verður enn starfsemi í gangi tæpa viku enn.

Í vetur höfum við sett upp þrjár sviðssýningar og var stór hluti nemenda á efri námsstigum þátttakendur í þessum verkefnum. Í febrúarbyrjun sýndum við leikritið „Ósagða sagan af Figaro“ í húsnæði skólans í Ármúla 44 en það var fyrri sýning óperudeildar.  Söngleikjadeildin var næst á ferðinni í apríllok með sýningu á söngleiknum „9 to 5“  og var verkið sett upp í sal Fjölbrautarskólans við Ármúla í þýðingu deildarstjóra deildarinnar, Þórs Breiðfjörð og leikstjórn Völu Guðnadóttur en tónlistarsjórn var í höndum Ingvars Alfreðssonar. Sýningin verður endurtekin í næstu viku á sama stað, 30. og 31. maí í bæði skiptin kl. 20.30 og hvetjum við alla sem ekki hafa séð þessa skemmtilegu sýningu til að mæta þar.  Um miðjan maí frumsýndi óperudeild óperu Puccinis, Gianni Schicchi í Tjarnarbíói og sýndi verkið tvisvar sama kvöld. Það hefur verið ánægjulegt að fjöldi þeirra sem ráða við stór verkefni í þó ekki fjölmennari skóla skuli vera svo mikill að algengt sé að hlutverkum sé skipt milli tveggja, þriggja eða jafnvel fjögurra söngvara en af þeim ástæðum höfum við lagt áherslu á að hafa nokkrar sýningar á hverju verki. Gianni Schicchi hefur nú þegar, auk sýninganna í Tjarnarbíói verið sýndur á Akranesi og Flúðum og 1. júni verður óperan sýnd í Bergi, í Hljómahöllinni Reykjanesbæ kl. 19.30. Áhugasamir geta því enn skellt sér í stuttan bíltúr til að ná þeirrri glæsilegu sýningu sem Bjarni Thor Kristinsson leikstýrði og þar sem Antonía Hevesi stýrði tónlistinni og lék á píanó.

Auk allra þessara viðburða hefur verið fjöldi tónleika í skólanum í vetur og nemendur komið að ýmsum spennandi verkefnum. Á því verður ekki breyting á komandi vetri en Söngskóli Sigurðar Demetz mun þá hefja samstarf við Fjölbrautaskólann við Ármúla og Listaháskóla Íslands. Við vonumst einnig til að geta kynnt fleiri spennandi samstarfsverkefnum í upphafi næsta skólaárs.

Skólaslitin á föstudag hefjast kl. 18.

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.