Sally Matthews og Finnur Bjarnason með masterklassa í SSD í haust
17540
post-template-default,single,single-post,postid-17540,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Sally Matthews og Finnur Bjarnason með masterklassa í SSD í haust

Sally Matthews og Finnur Bjarnason með masterklassa í SSD í haust

Fyrsti gestur okkar í haust sem heldur masterklass er breska sópransöngkonan Sally Matthews. Hún kemur til okkar 15. október, á áður auglýstum tíma Finns Bjarnasonar sem mun koma og halda sinn masterklass 12. nóvember en Finnur og Sally eru hjón.

Við í Söngskóla þökkum þeim hjónum fyrir að taka vel í ósk okkar að fá þau til að miðla af mikilli reynslu sinni.

Eing og segir á vef Sinfóníuhljómsveitar Íslands, er Sally Matthews  „ein af eftirsóttustu sópransöngkonum heims. Hún stundaði nám við Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum og þreytti frumraun sína við Konunglegu óperuna í Covent Garden árið 2001 í hlutverki Nannettu í Falstaff eftir Verdi. Síðan hefur hún sungið mörg hlutverk í Covent Garden, meðal annars í Mozart- óperunum Mitridate (Sifare) og Così fan tutte (Fiordiligi). Hún hefur einnig sést reglulega á sviði La Monnaie óperunnar í Brussel, Hollensku þjóðaróperunnar, Theater an der Wien og Glyndebourne óperunnar þar sem hún hefur til dæmis sungið hlutverk greifynjunnar í Brúðkaupi Fígarós og Konstönzu í Brottnáminu úr kvennabúrinu.“

Finnur lærði í Tónskóla Sigursveins í Reykjavík og síðan framhaldsnám við Guildhall School of Music and Drama og National Opera Studio í London.

Helstu óperuhlutverk Finns eru Sagnaþulur í The Rape of Lucretia og Tamínó í Töfraflautunni hjá Íslensku óperunni, Tebaldo í I Capuleti e i Montecchi hjá Grange Park Opera, Don Ottavio í Don Giovanni hjá Glyndebourne Touring Opera og Odoardo í Ariodante hjá English National Opera.

Á tónleikum hefur Finnur m.a. sungið Messías eftir Händel (Barbican, Royal Festival Hall, Birmingham, Liverpool, Glasgow, Cardiff, Huddersfield og Boston – USA debut), Jóhannesarpassíuna eftir Bach (Dublin og London), 9. sinfóníu Beethovens (með Sinfóníuhljómsveit Íslands) og Serenade eftir Britten (St. John‘s Smith Square), auk þess sem hann hefur sungið á fjölda ljóðatónleika, m.a. í Wigmore Hall og St.George‘s Brandon Hill í Bristol.

Af upptökum Finns má nefna Sönglög eftir Robert Schumann (Mál og menning 1998) og Sönglög Jóns Leifs  (Smekkleysa 2001), sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin. Auk þess gerði hann nýverið upptöku af sönglögum Brahms fyrir BBC3.

Finnur hefur einnig komið fram  á  Glyndebourne hátíðinni  og í Komische Oper í Berlín sem Don Ottavio í Don Giovanni, sem Lensky í Eugene Onegin hjá Glyndebourne Touring Opera og Belmonte í Entführung aus dem Serail og Tamino í Töfraflautunni hjá Komische Oper.

Báðir masterklassar hefjast kl. 17.30

 

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.