Roberta Cunningham heimsækir Söngskóla Sigurðar Demetz með masterklass
16809
post-template-default,single,single-post,postid-16809,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-8.0,vc_responsive

Roberta Cunningham heimsækir Söngskóla Sigurðar Demetz með masterklass

Roberta Cunningham heimsækir Söngskóla Sigurðar Demetz með masterklass

Bandaríska söngkonan og söngkennarinn Roberta Cunningham verður með masterklass hjá okkur í Söngskóla Sigurðar Demetz mánudaginn 31.október kl 17-19.30.

Cunningham hóf söngferil sinn í Wien í Austurríki og starfaði við evrópsk óperuhús og tónleikahald  til ársins 2003 – m.a. í Stuttgart, Berlin, Hannover, Kiel, Innsbruck og  Leipzig.

Síðustu 15 ár hefur hún í auknum mæli snúið sér að söngkennslu og rekið eigin söngstúdíó í Berlín þar sem hún býr en einnig í London, Kaupmannahöfn og Árósum.

Masterklassa á borð við þann sem hún verður með hjá okkur hefur hún haldið í New York, Washington DC, Pittsburgh, Berlin, Stuttgart og London.

Mögulegt er að bóka einkatíma hjá Cunningham gegnum söngkonurnar Hönnu Dóru Sturludóttur eða Auði Gunnarsdóttur.

Antonía Hevesi og Snorri Sigfús Birgisson leika með nemendum á mánudag.

No Comments

Post A Comment