Ósagða sagan af Figaro um næstu helgi
16940
post-template-default,single,single-post,postid-16940,single-format-standard,bridge-core-3.1.1,qode-page-transition-enabled,ajax_fade,page_not_loaded,,qode-child-theme-ver-1.0.0,qode-theme-ver-30.0.1,qode-theme-bridge,qode_header_in_grid,wpb-js-composer js-comp-ver-7.6,vc_responsive

Ósagða sagan af Figaro um næstu helgi

Ósagða sagan af Figaro um næstu helgi

Óperudeild Söngskóla Sigurðar Demetz sýnir Ósögðu söguna af Figaro í sal skólans helgina 4.-5. febrúar.

Sýningarnar verða í húsnæði skólans að Ármúla 44 laugardaginn 4. febrúar. kl. 15 og kl. 18 og sunnudagur 5. febrúar kl. 17.

Sýningin Ósagða sagan af Figaro fjallar um franska ævintýramanninn og leikritaskáldið Pierre Augustin Caron de Beuamarchais sem uppi var á 18. öld en þrátt fyrir ótrúlegt lífshlaup eru það störf hans sem leikritaskáld sem síðar hafa haldið nafni hans á lofti.

Beaumarchais samdi m.a. leikritin Rakarann frá Sevilla og Brúðkaup Figarós sem tónskáldin Rossini og Mozart gerðu síðar ódauðleg með tónlist sinni. Síðara leikritið er þó í raun af mörgum talið tímamótaverk enda afgerandi áhrifavaldur í að kveikja byltingarbálið sem blossaði upp í París árið 1789.

Hvað sem því líður var ævi Beaumarchais skrautleg, skemmtileg og á köflum ískyggileg og tengjast leikverk hans oft viðburðum úr hans eigin lífi þegar vel er að gáð.

Píanóleikari verður Antonía Hevesi en Gunnar Guðbjörnsson og Elsa Waage hafa verið leiðbeinendur í undirbúningin sýningarinnar. Einnig hefur Snorri Sigfús Birgisson leikið á æfingum en Gunnar leikstýrir sýningunni og setti saman texta og tónlistaratriði.

Aðgangur er ókeypis.

No Comments

Sorry, the comment form is closed at this time.