
20 feb Opinn dagur í Söngskóla Sigurðar Demetz laugardaginn 24. febrúar
Samtök sjálfstæðu listaskólanna standa þessa dagana fyrir kynningarviku þessa og mun kynningardagurinn verða í Söngskóla Sigurðar Demetz laugardaginn 24. febrúar.
Skólinn verður öllum opinn og verða tónleikar allan eftirmiðdaginn frá kl. 14-18 þar sem nemendur skólans syngja. Einnig verður hægt að skoða skólann og nemendur og kennarar geta svarað spurningum gesta um söngnámið.
Það veðrur heitt á könnunni hjá okkur og hvetjum við allt söngáhugafólk til að nýta sér tækifærið og heimsækja okkur í Ármúla 44, 3. hæð (gengið inn frá Grensásvegi).
Sorry, the comment form is closed at this time.