
02 maí Opinn dagur í Söngskóla Sigurðar Demetz
Skólinn býður öllum sem áhuga hafa í heimsókn laugardaginn 14. maí.
Dagurinn hefst á opinni æfingu óperudeildar skólans kl 10.30 en margir af kennurum skólans verða á staðnum og kynna starfsemi hans.
Eftir hádegi heldur Diddú masterklass með nemendum skólans og hefst hann kl. 13 og stendur í hálfan annan klukkutíma.
Klukkan 15 mun svo Kristján Jóhannsson masterklass fyrir nemendur Söngskóla Sigurðar Demetz og er þetta kjörið tækifæri fyrir alla þá sem áhuga hafa á söngnámi til að kynnast því eins og best verður á kosið.
No Comments